Helena tryggði TCU sigur í fyrsta leik tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2008 13:39 Helena Sverrisdóttir í leik með TCU. Mynd/TCU/Keith Robinson Helena Sverrisdóttir byrjaði tímabilið vel í bandaríska háskólaboltanum en hún var stigahæst með tólf stig í 56-55 sigri Texas Christian University (TCU) á Oklahoma City í fyrsta leik tímabilsins í nótt. Þetta var æfingaleikur og fór hann fram á heimavelli TCU í Forth Worth. Oklahoma City var yfir í hálfleik 27-26 en leikurinn var æsispennandi allan tímann. Helena tryggði TCU sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar aðeins 3,4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Hún lét þjálfara Oklahoma ekki trufla sig en hann tók bæði leikhlé fyrir vítaskotin og á milli þeirra. Helena hafði einnig gefið stoðsendingu í sókninni á undan og náð mikilvægu varnarfrákasti sem tryggði TCU möguleika á að vinna leikinn. Helena var í villuvandræðum í leiknum en skilaði samt fínum tölum á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. Auk stiganna tólf var hún með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hún var bæði stigahæst og stoðsendingahæst í liðinu auk þess að bara einn leikmaður TCU tók fleiri fráköst en hún. Helena hitti úr 5 af 9 skotum sínum og tapaði aðeins einum bolta. Helena byrjaði leikinn í stöðu framherja eins og hún gerði svo oft í fyrravetur en lið TCU er mikið breytt. Sem dæmi um breytingarnar voru þrír nýir leikmenn í byrjunarliðinu í þessum leik. Helena spilaði ekki mikið í fyrri hálfleiknum eftir að hafa fengið 3 villur en hún var mjög öflug í þeim síðari með 8 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Næsti leikur TCU er fyrsti alvöru leikur tímabilsins en hann verður gegn Maryland 14. nóvember. Maryland er með mjög sterkt lið sem þjálfarar í bandarísku háskóladeildinni spá að sé það þriðja besta í landinu í spá gerða af ESPN og USA Today. Það mun því mikið reyna á Helenu og félaga í þeim leik um næstu helgi. Körfubolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Helena Sverrisdóttir byrjaði tímabilið vel í bandaríska háskólaboltanum en hún var stigahæst með tólf stig í 56-55 sigri Texas Christian University (TCU) á Oklahoma City í fyrsta leik tímabilsins í nótt. Þetta var æfingaleikur og fór hann fram á heimavelli TCU í Forth Worth. Oklahoma City var yfir í hálfleik 27-26 en leikurinn var æsispennandi allan tímann. Helena tryggði TCU sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar aðeins 3,4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Hún lét þjálfara Oklahoma ekki trufla sig en hann tók bæði leikhlé fyrir vítaskotin og á milli þeirra. Helena hafði einnig gefið stoðsendingu í sókninni á undan og náð mikilvægu varnarfrákasti sem tryggði TCU möguleika á að vinna leikinn. Helena var í villuvandræðum í leiknum en skilaði samt fínum tölum á þeim 26 mínútum sem hún spilaði. Auk stiganna tólf var hún með 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hún var bæði stigahæst og stoðsendingahæst í liðinu auk þess að bara einn leikmaður TCU tók fleiri fráköst en hún. Helena hitti úr 5 af 9 skotum sínum og tapaði aðeins einum bolta. Helena byrjaði leikinn í stöðu framherja eins og hún gerði svo oft í fyrravetur en lið TCU er mikið breytt. Sem dæmi um breytingarnar voru þrír nýir leikmenn í byrjunarliðinu í þessum leik. Helena spilaði ekki mikið í fyrri hálfleiknum eftir að hafa fengið 3 villur en hún var mjög öflug í þeim síðari með 8 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Næsti leikur TCU er fyrsti alvöru leikur tímabilsins en hann verður gegn Maryland 14. nóvember. Maryland er með mjög sterkt lið sem þjálfarar í bandarísku háskóladeildinni spá að sé það þriðja besta í landinu í spá gerða af ESPN og USA Today. Það mun því mikið reyna á Helenu og félaga í þeim leik um næstu helgi.
Körfubolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira