Viðskipti erlent

Stærsta spilavíti í heimi tapaði 11 milljónum Bandaríkjadala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Las Vegas Sands velti um milljarði Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins 2008, eða um 75 milljörðum íslenskra króna. Þetta er minni velta en spáð hafði verið og er ástæðan helst rakin til efnahagslægðar í Bandaríkjunum og nýrra stórfjárfesta.

Las Vegas Sands tapaði 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 820 milljónum íslenskra króna. Tapið kom greiningaraðilum verulega á óvart. Sérfræðingar Bloomberg fréttastofunnar segja að spilavítinu muni ekki takast að snúa við tapinu á öðrum ársfjórðungi.

Það er helst hækkandi olíuverð, hærra matarverð, lægra fasteignaverð og almennur óróleiki í hagkerfinu sem kemur þungt niður á spilavítinu. Ekki bætir úr skák að kínverska spilavítakeðja Macau veitir þeim harða samkeppni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×