Viðskipti erlent

Sakar Victoria´s Secret um stuld á hönnun

Einstæð fjögurra barna móðir í New York ásakar nærfataframleiðandann Victoria´s Secret um að hafa stolið brjóstahaldara sínum það er stolið hönnun á nýjum brjóstahaldara sem móðirin hefur einkaleyfi á.

Hægt er að hagræða brjóstahaldara þessum þannig að hlýrarnir sjáist ekki. Hún segist hafa hannað þennan brjóstahaldara sökum þess að hún gat ekki klæðst tveimur af uppáhaldskjólum sínum án þess að hlýrarnir sæjust.

Móðirin, Plew, að nafni hefur stefnt nærfataframleiðandanum af þessum sökum og krefst skaðabóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×