Viðskipti erlent

Citigroup segja upp 9 þúsund í viðbót

Bandaríski bankinn Citigroup er í miklu vandræðum þessa dagana og heldur áfram að skera niður kostnað eftir að bankinn tapaði stórlega á fyrsta fjórðungi ársins.

Gary Crittenden yfirmaður hjá bankanum sagði í gær að stefnt væri að því að leggja niður 9000 stöðugildi ofan á þau 4200 sem bankinn hefur þegar skorið niður.

Hann sagði markmið bankans nú að skera niður kostnað og bætti við:

„Það mun ekki hætta á meðan ég ber þessa ábyrgð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×