Viðskipti innlent

Halldór og Sigurjón formlega hættir hjá Landsbankanum

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir hafi óskað eftir að láta af störfum sem bankastjórar Landsbankans í gær og að skilanefnd bankans hafi fallist á það.

Þeir verða þó bankanum til ráðgjafar í öllu því sem varðar að tryggja sem farsælasta umbreytingu á rekstri bankans við erfiðar aðstæður, eins og það er orðað. Eins og kunnugt er var ríkisbankinn Nýi Landsbankinn til í gær og tók Elín Sigfúsdóttir við sem bankastjóri af þeim Halldóri og Sigurjóni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×