Handbolti

Karabatic bestur annað árið í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nikola Karabatic var bestur í þýska handboltanum.
Nikola Karabatic var bestur í þýska handboltanum.

Frakkinn Nikola Karabatic hjá Kiel var valinn leikmaður tímabilsins í þýska handboltanum. Þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun.

Kiel varð Þýskalandsmeistari undir stjórn Zvonimir Serdarusic sem valinn var þjálfari ársins.

Markahæstur í þýsku deildinni varð Konrad Wilczynski frá Austurríki en hann leikur með Füchse Berlín. Hann skoraði 237 mörk eða 7 að meðaltali í leik.

Haldið var uppá lok tímabilsins í Berlín í gær en úrvalslið erlendra leikmanna í deildinni vann þá sigur á þýska landsliðinu 43-42 í sýningarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×