Handbolti

Ljónin skelltu Melsungen á útivelli

Guðjón Valur var ekki með Löwen í kvöld vegna ökklameiðsla
Guðjón Valur var ekki með Löwen í kvöld vegna ökklameiðsla NordicPhotos/GettyImages

Félagar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu í kvöld öruggan 37-31 útisigur á Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Guðjón Valur var ekki með liði sínu í kvöld þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa snúið sig á ökkla í landsleiknum gegn Norðmönnum um helgina.

Það kom ekki að sök í kvöld og var Filip Jan markahæstur hjá Löwen með 10 mörk og Karol Bielecki 6. Vladica Stojanovic var atkvæðamestur hjá Melsungen með 9 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×