Viðskipti innlent

Segir að IMF sé búinn að staðfesta lánið til Íslands

Í frétt á vefsíðunni E24.no segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) sé búinn að staðfesta lánveitingu sína til Íslands upp á 2,1 milljarða dollara. E24.no getur þó ekki heimilda fyrir þessari frétt.

Og á vefsíðu Viðskiptablaðsins segir að (IMF) stefni að því að funda á morgun til þess að ræða beiðni Íslands um 2,1 milljarða lán. Talsmaður IMF staðfesti þetta við fréttaveituna Dow Jones.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir hádegi að fundurinn verði ekki haldinn fyrr en á mánudag eins og kunnugt er af fréttum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×