Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu 20. febrúar 2008 00:01 Sigurjón högnason „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira