Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu 20. febrúar 2008 00:01 Sigurjón högnason „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira