Viðskipti erlent

Kodak boðar 20% hækkun á vélum og pappír

Eastman Kodak hefur boðað 20% hækkun á ljósmyndavélum, prenturum, pappír og öðrum neytendavörum fyrirtækisins á næstu mánuðum. Ástæðan eru miklar hækkanir á hrávöru.

Þetta kom fram í máli Antonio Perez forstjóra Kodak um helgina. Hann segir í samtali við The Guardian að verð á áli og silfri hafi hækkað um 75% á síðustu 12 mánuðum og því verði Kodak að hækka sínar vörur til að mæta hrávöruverðinu.

Perez segir að Kodak, eins og fjöldi annarra fyrirtækja í sömu stöðu, hafi haldið aftur af verðhækkunum á sínum vörum í töluverðan tíma með því að grípa til niðurskurðar og hagræðingar. Þannig hafi alls 55.000 starfsmönnum Kodak verið sagt upp á síðustu fjórum árum. Nú sé hinsvegar ekki hægt að komast hjá því að hækka verð á vörum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×