Aðgerð Hrefna Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. júlí 2008 06:00 Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. VIÐBURÐURINN rataði að sjálfsögðu á baksíður enda um mikið sjónarspil að ræða og ferðamönnum mun víst hafa orðið nokkuð brugðið. Heyrst hefur reyndar úr hvalaskoðunarbransanum að með þessu sé búið að hækka nokkuð væntingar fólks um það hvað kunni að sjást í slíkum ferðum. Nú vonar fólk að sjálfsögðu innst inni að það fái að sjá háhyrninga drepa hrefnu. EINNIG vekur atburður sem þessi þó nokkrar spurningar um dýravernd. Nú er viðbúið að hvalaverndunarsinnum verði um og ó. Það að menn hætti að drepa dýr tryggir nefnilega ekki að dýr séu þar með ekki drepin. Vitnisburði um það má sjá víða í dýraríkinu. Fálkar drepa mýs, blettatígrar alla skapaða hluti, flóðhestar menn, birnir menn, hýenur gnýi, kettir fugla og nú sem sagt, eins og komið hefur fram, háhyrningar hrefnur. Þetta allt saman hefur kannski gleymst að taka með í reikninginn í dýraverndunarhreyfingunni. Hvað segir Paul Watson? Eru háhyrningar komnir á svartan lista? Er yfirlýsingar að vænta? KEMUR í ljós. Frásögnin af þessu vakti í öllu falli nokkra athygli. Á baksíðu blaðs var atburðinum lýst þannig að háhyrningarnir hefðu verið mjög „skipulagðir" og að greinilega hefði verið um „alvana drápshvali" að ræða. Hér voru semsagt engir aukvisar á ferð. Sumir vilja jafnvel meina að hvalirnir hafi verið með tattú. Orðræðan um skipulagða glæpastarfsemi í mannheimum gegnsýrði þannig frásögnina af hrefnudrápinu. Hér var klíka á ferð. Komin til Íslands til þess að skapa usla, drepa og éta. Maður sér fyrir sér forystuháhyrning, kannski launson Keikó, gefa bendingar með uggum og sporði, þegar klíkan nálgaðist hina óviðbúnu hrefnu: „Þið þrír farið til hægri, þið fjórir til vinstri og þið fimm farið beint áfram," hvíslaði Keikóson. „Svo gerum við árás þegar ég segi búúúúú." ÞETTA er umhugsunarefni. Ef skipulögð glæpastarfsemi er farin að gera vart við sig í heimi dýranna er álitamál hvort ekki eigi að stofna greiningardeild sem aflar gagna og grípur til fyrirbyggjandi ráðstafana. Ég er nokkuð viss um að einhvers staðar í kerfinu iðar embættismaður í skinninu við tilhugsunina um að fá að setja forsprakkann á skrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. VIÐBURÐURINN rataði að sjálfsögðu á baksíður enda um mikið sjónarspil að ræða og ferðamönnum mun víst hafa orðið nokkuð brugðið. Heyrst hefur reyndar úr hvalaskoðunarbransanum að með þessu sé búið að hækka nokkuð væntingar fólks um það hvað kunni að sjást í slíkum ferðum. Nú vonar fólk að sjálfsögðu innst inni að það fái að sjá háhyrninga drepa hrefnu. EINNIG vekur atburður sem þessi þó nokkrar spurningar um dýravernd. Nú er viðbúið að hvalaverndunarsinnum verði um og ó. Það að menn hætti að drepa dýr tryggir nefnilega ekki að dýr séu þar með ekki drepin. Vitnisburði um það má sjá víða í dýraríkinu. Fálkar drepa mýs, blettatígrar alla skapaða hluti, flóðhestar menn, birnir menn, hýenur gnýi, kettir fugla og nú sem sagt, eins og komið hefur fram, háhyrningar hrefnur. Þetta allt saman hefur kannski gleymst að taka með í reikninginn í dýraverndunarhreyfingunni. Hvað segir Paul Watson? Eru háhyrningar komnir á svartan lista? Er yfirlýsingar að vænta? KEMUR í ljós. Frásögnin af þessu vakti í öllu falli nokkra athygli. Á baksíðu blaðs var atburðinum lýst þannig að háhyrningarnir hefðu verið mjög „skipulagðir" og að greinilega hefði verið um „alvana drápshvali" að ræða. Hér voru semsagt engir aukvisar á ferð. Sumir vilja jafnvel meina að hvalirnir hafi verið með tattú. Orðræðan um skipulagða glæpastarfsemi í mannheimum gegnsýrði þannig frásögnina af hrefnudrápinu. Hér var klíka á ferð. Komin til Íslands til þess að skapa usla, drepa og éta. Maður sér fyrir sér forystuháhyrning, kannski launson Keikó, gefa bendingar með uggum og sporði, þegar klíkan nálgaðist hina óviðbúnu hrefnu: „Þið þrír farið til hægri, þið fjórir til vinstri og þið fimm farið beint áfram," hvíslaði Keikóson. „Svo gerum við árás þegar ég segi búúúúú." ÞETTA er umhugsunarefni. Ef skipulögð glæpastarfsemi er farin að gera vart við sig í heimi dýranna er álitamál hvort ekki eigi að stofna greiningardeild sem aflar gagna og grípur til fyrirbyggjandi ráðstafana. Ég er nokkuð viss um að einhvers staðar í kerfinu iðar embættismaður í skinninu við tilhugsunina um að fá að setja forsprakkann á skrá.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun