Viðskipti innlent

850 bankastarfsmenn hafa misst vinnuna á árinu

Glitnir, Landsbanki, Kaupþing
Glitnir, Landsbanki, Kaupþing

Vísir sagði frá því á föstudaginn að um hundrað manns hefði verið sagt upp hjá Kaupþing. Sú tala hefur nú hækkað. Í heildina var 160 fastráðnum starfsmönnum Kaupþings sagt upp auk 35 starfsmanna sem starfa í söluveri á kvöldin og hafa verið á tímakaupi.

Að sögn Jónasar Sigurgeirssonar hjá samskiptasviði Kaupþings starfa nú um þúsund manns hjá Nýja Kaupþingi.

Eru einhverjar fleiri uppsagnir fyrirhugaðar. „Ég vona ekki, en hver veit?"

Þessir 195 starfsmenn Kaupþings bætast í hóp um 300 sem sagt var upp hjá Landsbankanum og 100 sem sagt var upp hjá Glitni. Áður en til uppsagnanna hjá Glitni kom hafði störfum í bankanum fækkað um 250 frá áramótum.

Starfsmönnum hjá stóru bönkunum þremur hefur því fækkað um 850 frá síðustu áramótum.
Tengdar fréttir

Ríflega hundrað sagt upp hjá Kaupþingi

Forsvarsmenn Kaupþings eru byrjaðir að tilkynna því fólki sem ekki fær vinnu áfram um uppsagnir. Að sögn Friðberts Traustasonar framkvæmdarstjóra samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er um ríflega 100 manns að ræða.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,41
7
74.473
BRIM
1,3
3
427
REITIR
0,72
3
3.078
ICESEA
0,57
2
43.063
FESTI
0,5
3
54.863

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,47
71
74.497
ARION
-1,03
17
231.148
SIMINN
-0,47
2
674
MAREL
-0,35
7
151.797
KVIKA
0
12
40.077
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.