Sport

Jakob: Komst bara ekki hraðar - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Jakob Jóhann í lauginni í dag.
Jakob Jóhann í lauginni í dag. Mynd/Vilhelm
"Ég komst bara ekki hraðar en ég var að reyna að fara hraðar. Sama hvað ég tók á eftir 100 metra þá komst ég ekki eins hratt og ég vildi," sagði Jakob Jóhann Sveinsson svekktur eftir 200 metra bringusundið í dag.

Jakob hefur nánast staðið í stað síðustu fjögur ár og segist ætla að breyta ýmsu í æfingum næstu misseri.

"Ég þarf að prófa ýmislegt með sundinu. Fara í aukaæfingar eins og fimleika, frjálsar og fleira. Æfa kraftinn betur. Ég er ekki af baki dottinn og maður hættir ekki þegar maður er lélegur. Það er bara kjaftæði. Ég kem aftur til baka sterkari en áður," sagði Jakob.

Örn Arnarson keppti í 100 metra skriðsundi í dag. Vilhelm Gunnarsson
Hér smakkar hann vatnið en hann keppti á áttundu braut í fimmta riðli. Vilhelm Gunnarsson
Örn synti á 50,68 sekúndum sem er 0,71 sekúndu frá Íslandsmeti hans. Vilhelm Gunnarsson
Hann varð alls í 49. sæti af 64 keppendum. Vilhelm Gunnarsson
Hér stígur hann upp úr ólympíulauginni, ef til vill í síðasta sinn. Vilhelm Gunnarsson
Jakob Jóhann Sveinsson keppti í 200 metra bringusundi í dag. Vilhelm Gunnarsson
Hann synti á 2:15,58 sem er tæpri sekúndu yfir Íslandsmeti hans í greininni. Vilhelm Gunnarsson
„Ég komst bara ekki hraðar en ég var að reyna að fara hraðar.“ Vilhelm Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×