Sport

Örn: Er að gera eitthvað vitlaust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson.
Örn Arnarson. Mynd/Vilhelm
Örn Arnarson sagði eftir keppni í 100 metra skriðsundi í morgun að síðustu 25 metrarnir hafi reynst sér erfiðir.

“Fyrstu 75 metrarnir voru helvíti góðir. Svo var bara eins og ég hefði keyrt á vegg rétt eins og með baksundið. Í kjölfarið horfði ég bara á gaurinn við hliðina á mér hverfa,” sagði Örn sem náði ekki að bæta Íslandsmet sitt og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Peking. Honum gekk einnig illa í 100 metra baksundinu.

“Það er eitthvað sem ég er að gera vitlaust því bæði sundin hjá mér enda eins. Maður lærir eitthvað á þessu eins öllu öðru.”


Tengdar fréttir

Örn bætti ekki Íslandsmet sitt - Myndir

Örn Arnarson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann hefur nú lokið keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×