Handbolti

Flensburg á toppinn

Alexander Petersson
Alexander Petersson NordcPhotos/GettyImages

Flensburg komst aftur á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið lagði Grosswallstadt 33-27 á útivelli. Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Flensburg og Einar Hólmgeirsson 1. Kiel getur komist aftur á toppinn á í dag þegar það mætir Berlín.

Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði 37-34 fyrir Melsungen og Jaliesky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen í 32-31 sigri á Balingen.

Úrslitin í gær:

TV Großwallstadt - SG Flensburg 27:33 (13:15)

HSG Nordhorn - TuSEM Essen 28:23 (17:13)

Luebbecke - Rhein-Neckar-Löwen 24:27 (11:15)

MT Melsungen - Wilhelmshavener HV 37:34 (19:14)

Frisch Auf Göppingen - HBW Balingen 32:21 (18:9)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×