Næsta góðæri Dr. Gunni skrifar 18. september 2008 06:00 Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku. Starfsloksamningar þeirra æðislegustu verða ekki mældir í hundruðum milljóna króna heldur í hundruðum milljónum evra. Þegar halda skal partí verður ekki boðið upp á lítilfjörlegt lið eins og Elton John og Duran Duran; tónleikar með Rolling Stones og Bítlunum (þeim dánu verður skipt út fyrir afkvæmi sín) verða hinn nýi staðall. knúinn áfram af stórkarlalegum afrekssögum af hinum æðislegustu og almennri bjartsýni á áframhaldandi unaðstíð mun almenningur ekki láta sitt eftir liggja í gleðinni. Góði hirðirinn fyllist af pönnukökusjónvörpum og pallbílum, einkabíósalir og vörubílar verða málið. Í umferðinni göslast millistjórnendur áfram á vörubílunum sínum, alltaf með pallinn galtóman. Auðvitað þarf enginn á vörubíl að halda, ekki frekar en pallbíl, en það verður bara svo hagstætt að fá sér vörubíl að það verður rugl að sleppa því. Það verður nefnilega aftur „offramboð á peningum" eins og hér var fyrir nokkrum árum þegar „endurfjármögnun" var lausnarorðið. Eingöngu lúðar og sveitafólk klikkar á að fá sér fjórðu kynslóð farsíma (nú verður hægt að velja um mismunandi lykt af orminum í Snake) og enn frábærari verslunarmiðstöðvar rísa. Ber þar bókstaflega hæst Esjuhöll ofan á Esjunni, sem slær öllu öðru út í mikilfengleika. Á hverju kvöldi verður kveikt á Ólafs Ragnarsfossi í miðri höllinni sem spýtist mislitur upp í loftið íbúum góðærislandsins til upplyfingar. Ólafur Elíasson hannar vitaskuld fossinn. Þetta eru auðvitað bara getgátur og ekkert víst að þetta rætist, nema að hluta. Aðeins eitt er alveg öruggt. Laun í umönnunargeiranum verða áfram þau lægstu með áframhaldandi óánægju og skertri þjónustu. Það skiptir nefnilega engu máli hvort það sé samdráttur eða þensla, góð- eða hallæri, aldrei er „rétti tíminn" til að gera það sem blasir við öllu almennilegu fólki: að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun
Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku. Starfsloksamningar þeirra æðislegustu verða ekki mældir í hundruðum milljóna króna heldur í hundruðum milljónum evra. Þegar halda skal partí verður ekki boðið upp á lítilfjörlegt lið eins og Elton John og Duran Duran; tónleikar með Rolling Stones og Bítlunum (þeim dánu verður skipt út fyrir afkvæmi sín) verða hinn nýi staðall. knúinn áfram af stórkarlalegum afrekssögum af hinum æðislegustu og almennri bjartsýni á áframhaldandi unaðstíð mun almenningur ekki láta sitt eftir liggja í gleðinni. Góði hirðirinn fyllist af pönnukökusjónvörpum og pallbílum, einkabíósalir og vörubílar verða málið. Í umferðinni göslast millistjórnendur áfram á vörubílunum sínum, alltaf með pallinn galtóman. Auðvitað þarf enginn á vörubíl að halda, ekki frekar en pallbíl, en það verður bara svo hagstætt að fá sér vörubíl að það verður rugl að sleppa því. Það verður nefnilega aftur „offramboð á peningum" eins og hér var fyrir nokkrum árum þegar „endurfjármögnun" var lausnarorðið. Eingöngu lúðar og sveitafólk klikkar á að fá sér fjórðu kynslóð farsíma (nú verður hægt að velja um mismunandi lykt af orminum í Snake) og enn frábærari verslunarmiðstöðvar rísa. Ber þar bókstaflega hæst Esjuhöll ofan á Esjunni, sem slær öllu öðru út í mikilfengleika. Á hverju kvöldi verður kveikt á Ólafs Ragnarsfossi í miðri höllinni sem spýtist mislitur upp í loftið íbúum góðærislandsins til upplyfingar. Ólafur Elíasson hannar vitaskuld fossinn. Þetta eru auðvitað bara getgátur og ekkert víst að þetta rætist, nema að hluta. Aðeins eitt er alveg öruggt. Laun í umönnunargeiranum verða áfram þau lægstu með áframhaldandi óánægju og skertri þjónustu. Það skiptir nefnilega engu máli hvort það sé samdráttur eða þensla, góð- eða hallæri, aldrei er „rétti tíminn" til að gera það sem blasir við öllu almennilegu fólki: að jafna kjörin.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun