Olíuverðhækkanir gætu drepið norska útgerð 27. maí 2008 13:59 Talsmaður samtaka norskra útgerðarmanna óttast að þróun olíuverðs muni leiða til þess að fiskveiðar verði svo óhagkvæmar að ekki verði réttlætanlegt að stunda þær. Intraseafood.com greinir frá þessu. Fjallað er um málið í Fiskeribladet Fiskaren og þar kemur fram að olíuverðið sé nú 133 dollarar fyrir tonnið og haldi verðið áfram að þróast með sama hætti á næstu misserum þá verði ekki nema tvö til þrjú ár þar til að olíuverðið verði 200 dollarar fyrir tonnið og það muni leiða til þess að mjög margir muni hætta útgerð fiskiskipa. Þetta kemur fram í samtali við Jan Ivar Maråk hjá samtökum norskra útgerðarmanna en hann hvetur stjórnvöld til þess að bregðast strax við vandanum og gera sitt til þess að létta útgerðarmönnum róðurinn. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að rýmka heimildir til að hægt sé að sameina fleiri kvóta á skip til að gera útgerð þeirra hagkvæmari. Ef skipin þurfi að liggja bundin við bryggju langtímum saman þá muni skipverjar neyðast til að finna sér aðra vinnu og erfiðlega muni ganga að manna skipin. Maråk segir einnig að hin mikla hækkun olíuverðsins geti leitt til þess að endurskoða verði veiðiaðferðir. Í dag séu gerðar ýmsar kröfur um umhverfisvænar veiðar sem menn telji sjálfsagðar. Ekki sé víst að svo verði þegar olíuverðið verður orðið 200 dollarar fyrir tonnið. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Talsmaður samtaka norskra útgerðarmanna óttast að þróun olíuverðs muni leiða til þess að fiskveiðar verði svo óhagkvæmar að ekki verði réttlætanlegt að stunda þær. Intraseafood.com greinir frá þessu. Fjallað er um málið í Fiskeribladet Fiskaren og þar kemur fram að olíuverðið sé nú 133 dollarar fyrir tonnið og haldi verðið áfram að þróast með sama hætti á næstu misserum þá verði ekki nema tvö til þrjú ár þar til að olíuverðið verði 200 dollarar fyrir tonnið og það muni leiða til þess að mjög margir muni hætta útgerð fiskiskipa. Þetta kemur fram í samtali við Jan Ivar Maråk hjá samtökum norskra útgerðarmanna en hann hvetur stjórnvöld til þess að bregðast strax við vandanum og gera sitt til þess að létta útgerðarmönnum róðurinn. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að rýmka heimildir til að hægt sé að sameina fleiri kvóta á skip til að gera útgerð þeirra hagkvæmari. Ef skipin þurfi að liggja bundin við bryggju langtímum saman þá muni skipverjar neyðast til að finna sér aðra vinnu og erfiðlega muni ganga að manna skipin. Maråk segir einnig að hin mikla hækkun olíuverðsins geti leitt til þess að endurskoða verði veiðiaðferðir. Í dag séu gerðar ýmsar kröfur um umhverfisvænar veiðar sem menn telji sjálfsagðar. Ekki sé víst að svo verði þegar olíuverðið verður orðið 200 dollarar fyrir tonnið.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur