Handbolti

Nordhorn vann EHF-bikarkeppnin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason, leikmaður FCK.
Arnór Atlason, leikmaður FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

Arnór Atlason og félagar í FC Kaupmannahöfn urðu að játa sig í dag sigraða fyrir Nordhorn í síðari úrslitaviðureign liðanna í EHF-bikarkeppninni.

FCK lék á heimavelli í dag og vann eins marks sigur, 30-29, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13-12.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK en Nordhorn vann fyrri leik liðanna með fjögurra marka mun og því samtals með þriggja marka mun.

Í gær varð Veszprem frá Ungverjlandi Evrópumeistari bikarhafa eftir að liðið náði jafntefli gegn Rhein-Neckar Löwen á útivelli, 28-28. Ungverjarnir unnu fyrri leik liðanna með fimm marka mun, 37-32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×