Handbolti

Ólafur spilar báða leikina gegn Kiel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Stefánsson sleppur við leikbann gegn Kiel.
Ólafur Stefánsson sleppur við leikbann gegn Kiel.

Ólafur Stefánsson verður ekki í leikbanni þegar lið hans, Ciudad Real á Spáni, mætir þýska liðinu Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ólafur fékk rauða spjaldið í undanúrslitaleik gegn Hamburg.

Handknattleikssamband Evrópu hefur afturkallað leikbannið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Ólafur hefði átt að vera í leikbanni í fyrri leiknum gegn Kiel en nú er ljóst að hann getur leikið báða leikina.

Fyrri leikurinn verður á heimavelli Ciudad Real þann 4. maí en sá síðari verður viku síðar í Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×