Hluthafar fjárfestingabankans Bear Stearns hafa samþykkt söluna á bankanum til JP Morgan. Reuters greindi frá þessu fyrir skömmu síðan.
Samkvæmt tilboðinu sem lá fyrir fær JP Morgan hlutina í Bear Stearns á 9,46 dollara. Bear Stearns samþykkti sölu á bankanum í mars s.l. eftir að fyrir lá að bankinn stefndi í gjaldþrot að öllu óbreyttu.
Upphaflega bauð JP Morgan aðeins 2 dollara á hlut en hækkaði tilboð sitt eftir harða gagnrýni. Bent var á að þetta tilboð Morgan næði varla að borga fyrir höfuðstöðvar Bear Stearns í New York.