Viðskipti erlent

Methagnaður Olíurisa

Olíurisarnir BP og Shell munu samanlagt ná methagnaði upp á 68 milljarða bandaríkjadollara á þessu ári ef olíuverð helst óbreytt.

Olíufyrirtækin eru að græða á sama tíma og neytendur kvarta yfir háu eldsneytisverði en olíutunnan er komin upp í fimm pund. BP og Shell munu í þessari viku tilkynna um methagnað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þar sem olíuverðið hefur verið frekar stöðugt það sem af er ári.

Richard Griffiths hjá Evolution Securities segir að BP græði 400 milljónir dollara á hverjum dollara sem olíuverð hækkar. Ef markaðurinn helst óbreyttur út árið og olíuverð lækkar ekki segir hann að félagið muni græða 32 milljarða dollara á árinu og Shell um 36 milljarða dollara.

Olíu- og gasverð í Bretlandi hefur hækkað undanfarna tvo daga í kjölfar verkfalls í olíuhreinsunarstöð á Skotlandi. Verkfallið hefur alið á ótta um að erfitt verði að nálgast olíu landinu og heyrst hefur af skoskum ökumönnum sem hafa verið að hamstra eldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×