Handbolti

Ciudad Real byrjar á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real. Mynd/Vilhelm

Í morgun var dregið um heimavallarréttinn í úrslitaleikjum Evrópumótanna í handknattleik.

Leikið verður heima og að heiman í úrslitunum og var því dregið um hvort liðið myndi byrja á heimavelli. Í Meistaradeild Evrópu munu Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real taka fyrst á móti Þýskalandsmeisturum Kiel en sá leikur fer fram helgina 3.-4. maí.

Síðari leikurinn fer fram viku síðar í Kiel. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Eurosport.

Arnór Atlason og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta þýska liðinu Nordhorn í úrslitum EHF-bikarkeppninnar og fer fyrri leikurinn fram í Þýskalandi.

Alls fara fram úrslitaleikir í fjórum Evrópukeppnum þessar helgar.

Meistaradeild Evrópu:

Ciudad Real (Spáni) - Kiel (Þýskalandi)

Evrópukeppni bikarhafa:

MKB Veszprem (Ungverjalandi) - Rhein-Neckar Löwen (Þýskalandi)

EHF-bikarkeppnin:

Nordhorn (Þýskalandi) - FC Kaupmannahöfn

Áskorendakeppni Evrópu:

HC Hard (Austurríki) - UCM Resita (Rúmeníu)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×