Viðskipti erlent

Danske bank fellur um 4% eftir vonbrigði með uppgjör

Hlutir í Danske bank hafa fallið um rúm 4% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun eftir að uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi olli töluverðum vonbrigðum.

Hagnaður bankans minnkaði um tæp 30% frá sama tímabili í fyrra, varð rúmlega 2 milljarðar dkr. eða sem svarar til rúmlega 30 milljarða króna á móti tæplega 3 milljarða dkr. hagnaði í fyrra.

Heildartekjur bankans drógust saman um 70 milljón dkr. og urðu rúmlega 4,8 milljarðar dkr. Á móti jókst rekstrarkosnaðurinn um nær 100 milljónir dkr. og varð tæplega 2,4 milljarðar dkr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×