? Guðmundur Steingrímsson skrifar 28. júní 2008 07:00 Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi. Þær myndu með öðrum orðum hafa þau áhrif að verðbólga gæti aukist og vextir þyrftu að vera háir. Þá var verðbólgan 4-5% og menn voru að hækka vexti til þess að reyna að lækka hana. Núna er hún 12% og stýrivextir eru 15%, þannig að núna höfum við hvort tveggja: Okurvexti og okurverðlag. Ný met eru slegin í þessum efnum nánast daglega. VIÐ stjórn peninga- og efnahagsmála hafa menn þannig algerlega runnið á bossann, en gott og vel. Eftir stendur spurningin: Ef álvers- og virkjanaframkvæmdir eru þensluhvetjandi, sem þær án efa eru, stendur þá ekki upp á aðalhvatamenn væntanlegra álvers- og virkjanaframkvæmda og forvígisfólk þeirra í ríkisstjórn Íslands að útskýra fyrir almenningi hvernig þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eiga að leiða til þess að vextir og verðbólga lækki, eða í öllu falli hækki ekki enn frekar? Hvernig ætla menn að gera hvort tveggja: Reisa tvö álver og stækka eitt, efna til virkjanaframkvæmda og á sama tíma lækka vexti og verðlag? Eða hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að vextir og verðlag skipti almenning minna máli? SJÁLFSAGT er ætlunin að réttlæta þessar framkvæmdir með efnahagsmálarökum, en grunsemd mín í þessum kringumstæðum er þó eftirfarandi: Felst ekki vandinn á Íslandi nú til dags fyrst og fremst í háum vöxtum og verðlagi? Okurtíð? Hvernig getur álver læknað það? Hvað þá tvö, jafnvel þrjú? Með öðrum orðum: Er ekki verið að beita röngum meðölum á efnhagsástandið? Kallast þetta ekki að henda björgunarhring inn í brennandi hús? Að ausa vatni á drukknandi mann? Eða í versta falli: Að hella olíu á eldinn. ÉG er eitt stórt spurningarmerki. Satt að segja er ég tvö stór spurningarmerki. Hitt varðar náttúruvernd. Annar flokkurinn í ríkisstjórn lofaði því að ekki yrði ráðist í frekari virkjanaframkvæmdir fyrr en búið væri að kortleggja á Íslandi hvar mætti virkja og hvar ekki. Þessari kortlagningu er ekki nándar nærri lokið. Að ráðast í tvö álver, stækkun á einu, virkjanir í Þjórsá og guð má vita hvað margar virkjanir fyrir norðan, á meðan þessari vinnu er ekki lokið, er þverbrot á því loforði. ÉG spyr: Hvað er að gerast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi. Þær myndu með öðrum orðum hafa þau áhrif að verðbólga gæti aukist og vextir þyrftu að vera háir. Þá var verðbólgan 4-5% og menn voru að hækka vexti til þess að reyna að lækka hana. Núna er hún 12% og stýrivextir eru 15%, þannig að núna höfum við hvort tveggja: Okurvexti og okurverðlag. Ný met eru slegin í þessum efnum nánast daglega. VIÐ stjórn peninga- og efnahagsmála hafa menn þannig algerlega runnið á bossann, en gott og vel. Eftir stendur spurningin: Ef álvers- og virkjanaframkvæmdir eru þensluhvetjandi, sem þær án efa eru, stendur þá ekki upp á aðalhvatamenn væntanlegra álvers- og virkjanaframkvæmda og forvígisfólk þeirra í ríkisstjórn Íslands að útskýra fyrir almenningi hvernig þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eiga að leiða til þess að vextir og verðbólga lækki, eða í öllu falli hækki ekki enn frekar? Hvernig ætla menn að gera hvort tveggja: Reisa tvö álver og stækka eitt, efna til virkjanaframkvæmda og á sama tíma lækka vexti og verðlag? Eða hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að vextir og verðlag skipti almenning minna máli? SJÁLFSAGT er ætlunin að réttlæta þessar framkvæmdir með efnahagsmálarökum, en grunsemd mín í þessum kringumstæðum er þó eftirfarandi: Felst ekki vandinn á Íslandi nú til dags fyrst og fremst í háum vöxtum og verðlagi? Okurtíð? Hvernig getur álver læknað það? Hvað þá tvö, jafnvel þrjú? Með öðrum orðum: Er ekki verið að beita röngum meðölum á efnhagsástandið? Kallast þetta ekki að henda björgunarhring inn í brennandi hús? Að ausa vatni á drukknandi mann? Eða í versta falli: Að hella olíu á eldinn. ÉG er eitt stórt spurningarmerki. Satt að segja er ég tvö stór spurningarmerki. Hitt varðar náttúruvernd. Annar flokkurinn í ríkisstjórn lofaði því að ekki yrði ráðist í frekari virkjanaframkvæmdir fyrr en búið væri að kortleggja á Íslandi hvar mætti virkja og hvar ekki. Þessari kortlagningu er ekki nándar nærri lokið. Að ráðast í tvö álver, stækkun á einu, virkjanir í Þjórsá og guð má vita hvað margar virkjanir fyrir norðan, á meðan þessari vinnu er ekki lokið, er þverbrot á því loforði. ÉG spyr: Hvað er að gerast?
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun