Ótrúlegur fyrri hálfleikur dugði til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2008 17:04 Róbert Gunnarsson fagnar marki í fyrri hálfleiknum í dag. Nordic Photos / AFP Hreint ótrúleg frammistaða íslenska handboltalandsliðsins dugði því til sigurs gegn Slóvakíu á EM í handbolta í dag, 28-22. Slóvakar skoruðu ekki nema fimm mörk í fyrri hálfleik og varði Hreiðar Guðmundsson tólf skot á þeim tíma, samtals 75% þeirra skota sem komu á hann. Fylgst var með leiiknum í beinni textalýsingu á Vísi: 18.49 Ísland - Slóvakía 28-22, lokastaða Ísland hélt haus síðustu mínúturnar og sýndu meira að segja ágæt tilþrif í sóknarleiknum síðustu mínúturnar. Vörn og markvarsla skiluðu þessum sigri í dag og það í fyrri hálfleik þegar liðinu tókst að skapa ellefu marka forskot. Slóvakar skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik sem hlýtur að vera met í sögu Evrópumótsins í handbolta. Maður leiksins, Hreiðar Guðmundsson, átti stóran hlut í því en góða markvörslu má alltaf að hluta til góðum varnarleik. Þar stóðu Sigfús Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson vörnina af stakri prýði og lögðu grunnvinnuna að sigri íslenska liðsins. Slóvakar ráku af sér slyðruorðið í seinni hálfleik og reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn. Minnstur varð munurinn fimm mörk, í stöðunni 24-19 og svo aftur í stöðunni 25-20. En það var bara of seint og gátu Íslendingar leyft sér að taka því fremur rólega síðustu mínútur leiksins, sem á örugglega eriftt að reynast dýrmætt í leiknum gegn Frökkum á morgun. Hann mun skera úr hvort að Ísland fari með tvö stig í milliriðilinn eða ekkert. Tölfræði leiksins: Ísland - Slóvakía 28-22 (16-5) Gangur leiksins: 2-0, 2-2, 6-2, 9-4, 15-4, (16-5), 16-9, 18-10, 20-13, 23-15, 24-19, 27-20, 28-22. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 7 (11/1) Alexander Petersson 5 (9) Róbert Gunnarsson 4 (6) Logi Geirsson 4 (8) Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (6/2) Vignir Svavarsson 1 (1) Jaliesky Garcia 1 (1) Hannes Jón Jónsson 1 (1) Einar Hólmgeirsson 1 (4) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12 (23/3, 52%, 38 mínútur) Birkir Ívar Guðmundsson 5 (16/3, 31%, 22 mínútur) Skotnýting: 55%, skorað úr 28 af 51 skoti. Vítanýting: Skorað úr 1 af 3. Fiskuð víti: Róbert 2 og Guðjón Valur 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 14 (Guðjón Valur 5, Alexander 5, Vignir 1, Logi 1, Ásgeir Örn 1 og Róbert 1). Utan vallar: 12 mínútur (Róbert 2, Vignir 1, Sigfús 1, Ásgeir Örn 1 og Einar 1). Markahæstir hjá Slóvakíu: Radoslav Kozlov 7/5 (9/6) Frantisek Sulc 4 (8) Varin skot: Richard Stochl 17/2 (45/3, 38%, 60 mínútur) Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Mörk úr hraðaupphlaupum: 8. Utan vallar: 14 mínútur. 18.35 Ísland - Slóvakía 24-19 Síðustu mínútur hafa verið afar slæmar hjá íslenska liðinu og Slóvakar hafa minnkað muninn í fimm mörk. Það eru hins vegar um níu mínútur eftir af leiknum og vonandi halda íslensku strákarnir haus þennan lokakafla leiksins. 18.27 Ísland - Slóvakía 23-15 Eins og eðlilegt er slökuðu íslensku strákarnir ómeðvitað á klónni og Slóvakar gengu á lagið með því að skora fjögur mörk úr hraðaupphlaupum á fyrstu tveimur mínútum síðari hálfleiksins. Þeir skoruðu ekkert mark úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Íslendingar hafa þó staðið vaktina ágætlega og haldið Slóvökum í hæfilegri fjarlægð. Stundarfjórðungur til leiksloka. 17.55 Ísland - Slóvakía 16-5, hálfleikur Þessi fyrri hálfleikur hefur verið ótrúlegur. Fyrst og fremst er það gríðarlega sterkur varnarleikur og ótrúleg markvarsla Hreiðars Guðmundssonar sem hefur skilað Íslandi ellefu marka forystu í leikhléi. Hreiðar hefur varið tólf skot af þeim sextán sem hann hefur fengið á sig sem gerir 75% markvörslu. Slík hlutfallsmarkvarsla á ekki á þekkjast, sérstaklega ekki á sterkasta handboltamóti í heimi. Tíu mörk af þeim sextán sem Ísland hefur skorað hafa komið úr hraðaupphlaupum. Það er bein afleiðing af góðum varnarleik enda byrja allar góðar sóknir með góðri vörn. Slóvakar hafa skorað fimm mörk á 30 mínútum og eru væntanlega með mjög sært stolt þessa stundina. Leikurinn á að vera búinn en Íslendingarnir eru ekki búnir að fá nóg. Það sást best á því að þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka tók Alfreð Gíslason leikhlé, skipaði Loga að bomba á markið sem hann og gerði og skoraði þar með sextánda mark leiksins. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4 Guðjón Valur Sigurðsson 3 Logi Geirsson 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Róbert Gunnarsson 2 Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12 (16/2, 75%) 17.44 Ísland - Slóvakía 10-4 Slóvakar skoruðu ekki í þrettán mínútur. Það er svo augljóst að ef varnarleikurinn er í lagi þá kemur hitt með. Ísland hefur skorað sex af níu mörkum sínum úr hraðaupphlaupum sem er bein afleiðing góðs varnarleiks. Nú er munurinn sex mörk þegar átta mínútur eru í hálfleikinn. 17.32 Ísland - Slóvakía 5-2 Leikurinn hefur byrjað á nákvæmlega sömu nótum og gegn Svíum. Strákarnir voru byrjaðir að skjóta markvörð Slóvakíu í gang sem hefur varið fimm skot til þessa. En Hreiðar hefur verið í banastuði og varið sex skot. Eftir smá hikst í sóknarleiknum hefur hann lagast mikið og eftir að staðan var 2-2 skoruðu Íslendingar þrjú mörk í röð áður en Slóvakar tóku leikhlé. Greinilegt er að strákarnir létu sér Svíaleikinn að kenningu verða og hafa haldið haus eftir smá mótlæti í upphafi leiksins. Þá verður einnig að taka fram að varnarleikurinn hefur verið frábær og þeir Sigfús og Ásgeir verið hreint stórkostlegir í miðjublokkinni. 17.21 Ísland - Slóvakía 2-0 Leikurinn byrjar vel og Íslendingar hafa haldið markinu heinu fyrstu sex mínúturnar. Í sókninni eru frá vinstri: Guðjón Valur, Logi, Snorri Steinn, Einar, Alexander og Róbert á línunni. Það vakti athygli að Alfreð ákvað að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar á sóknar. Þeir Einar og Snorri fara út fyrir Sigfús og Ásgeir Örn. Alfreð stillti upp varnarleiknum samkvæmt 5-1 kerfinu, þar sem Guðjón Valur er fremstur og tekur úr vinstri skyttu Slóvaka en það gaf góða raun í fyrri hálfleik gegn Svíunum. Hreiðar Guðmundsson byrjaði í markinu og varði fyrstu þrjú skotin sem á hann komu, öll skotin voru glæsilega varin. 17.07 Nú er skammt til leiks og um að gera að senda strákunum jákvæða strauma, þeir þurfa á því að halda. Ólafur Stefánsson er ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla en hann verður vonandi kominn aftur í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum á morgun. Lið Íslands: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar Guðmundsson Aðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 4 Bjarni Fritzson 5 Sigfús Sigurðsson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón V. Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 18 Róbert Gunnarsson 19 Jaliesky Garcia 25 Hannes Jón Jónsson Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Hreint ótrúleg frammistaða íslenska handboltalandsliðsins dugði því til sigurs gegn Slóvakíu á EM í handbolta í dag, 28-22. Slóvakar skoruðu ekki nema fimm mörk í fyrri hálfleik og varði Hreiðar Guðmundsson tólf skot á þeim tíma, samtals 75% þeirra skota sem komu á hann. Fylgst var með leiiknum í beinni textalýsingu á Vísi: 18.49 Ísland - Slóvakía 28-22, lokastaða Ísland hélt haus síðustu mínúturnar og sýndu meira að segja ágæt tilþrif í sóknarleiknum síðustu mínúturnar. Vörn og markvarsla skiluðu þessum sigri í dag og það í fyrri hálfleik þegar liðinu tókst að skapa ellefu marka forskot. Slóvakar skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik sem hlýtur að vera met í sögu Evrópumótsins í handbolta. Maður leiksins, Hreiðar Guðmundsson, átti stóran hlut í því en góða markvörslu má alltaf að hluta til góðum varnarleik. Þar stóðu Sigfús Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson vörnina af stakri prýði og lögðu grunnvinnuna að sigri íslenska liðsins. Slóvakar ráku af sér slyðruorðið í seinni hálfleik og reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn. Minnstur varð munurinn fimm mörk, í stöðunni 24-19 og svo aftur í stöðunni 25-20. En það var bara of seint og gátu Íslendingar leyft sér að taka því fremur rólega síðustu mínútur leiksins, sem á örugglega eriftt að reynast dýrmætt í leiknum gegn Frökkum á morgun. Hann mun skera úr hvort að Ísland fari með tvö stig í milliriðilinn eða ekkert. Tölfræði leiksins: Ísland - Slóvakía 28-22 (16-5) Gangur leiksins: 2-0, 2-2, 6-2, 9-4, 15-4, (16-5), 16-9, 18-10, 20-13, 23-15, 24-19, 27-20, 28-22. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 7 (11/1) Alexander Petersson 5 (9) Róbert Gunnarsson 4 (6) Logi Geirsson 4 (8) Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (6/2) Vignir Svavarsson 1 (1) Jaliesky Garcia 1 (1) Hannes Jón Jónsson 1 (1) Einar Hólmgeirsson 1 (4) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12 (23/3, 52%, 38 mínútur) Birkir Ívar Guðmundsson 5 (16/3, 31%, 22 mínútur) Skotnýting: 55%, skorað úr 28 af 51 skoti. Vítanýting: Skorað úr 1 af 3. Fiskuð víti: Róbert 2 og Guðjón Valur 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 14 (Guðjón Valur 5, Alexander 5, Vignir 1, Logi 1, Ásgeir Örn 1 og Róbert 1). Utan vallar: 12 mínútur (Róbert 2, Vignir 1, Sigfús 1, Ásgeir Örn 1 og Einar 1). Markahæstir hjá Slóvakíu: Radoslav Kozlov 7/5 (9/6) Frantisek Sulc 4 (8) Varin skot: Richard Stochl 17/2 (45/3, 38%, 60 mínútur) Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Mörk úr hraðaupphlaupum: 8. Utan vallar: 14 mínútur. 18.35 Ísland - Slóvakía 24-19 Síðustu mínútur hafa verið afar slæmar hjá íslenska liðinu og Slóvakar hafa minnkað muninn í fimm mörk. Það eru hins vegar um níu mínútur eftir af leiknum og vonandi halda íslensku strákarnir haus þennan lokakafla leiksins. 18.27 Ísland - Slóvakía 23-15 Eins og eðlilegt er slökuðu íslensku strákarnir ómeðvitað á klónni og Slóvakar gengu á lagið með því að skora fjögur mörk úr hraðaupphlaupum á fyrstu tveimur mínútum síðari hálfleiksins. Þeir skoruðu ekkert mark úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Íslendingar hafa þó staðið vaktina ágætlega og haldið Slóvökum í hæfilegri fjarlægð. Stundarfjórðungur til leiksloka. 17.55 Ísland - Slóvakía 16-5, hálfleikur Þessi fyrri hálfleikur hefur verið ótrúlegur. Fyrst og fremst er það gríðarlega sterkur varnarleikur og ótrúleg markvarsla Hreiðars Guðmundssonar sem hefur skilað Íslandi ellefu marka forystu í leikhléi. Hreiðar hefur varið tólf skot af þeim sextán sem hann hefur fengið á sig sem gerir 75% markvörslu. Slík hlutfallsmarkvarsla á ekki á þekkjast, sérstaklega ekki á sterkasta handboltamóti í heimi. Tíu mörk af þeim sextán sem Ísland hefur skorað hafa komið úr hraðaupphlaupum. Það er bein afleiðing af góðum varnarleik enda byrja allar góðar sóknir með góðri vörn. Slóvakar hafa skorað fimm mörk á 30 mínútum og eru væntanlega með mjög sært stolt þessa stundina. Leikurinn á að vera búinn en Íslendingarnir eru ekki búnir að fá nóg. Það sást best á því að þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka tók Alfreð Gíslason leikhlé, skipaði Loga að bomba á markið sem hann og gerði og skoraði þar með sextánda mark leiksins. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4 Guðjón Valur Sigurðsson 3 Logi Geirsson 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Róbert Gunnarsson 2 Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12 (16/2, 75%) 17.44 Ísland - Slóvakía 10-4 Slóvakar skoruðu ekki í þrettán mínútur. Það er svo augljóst að ef varnarleikurinn er í lagi þá kemur hitt með. Ísland hefur skorað sex af níu mörkum sínum úr hraðaupphlaupum sem er bein afleiðing góðs varnarleiks. Nú er munurinn sex mörk þegar átta mínútur eru í hálfleikinn. 17.32 Ísland - Slóvakía 5-2 Leikurinn hefur byrjað á nákvæmlega sömu nótum og gegn Svíum. Strákarnir voru byrjaðir að skjóta markvörð Slóvakíu í gang sem hefur varið fimm skot til þessa. En Hreiðar hefur verið í banastuði og varið sex skot. Eftir smá hikst í sóknarleiknum hefur hann lagast mikið og eftir að staðan var 2-2 skoruðu Íslendingar þrjú mörk í röð áður en Slóvakar tóku leikhlé. Greinilegt er að strákarnir létu sér Svíaleikinn að kenningu verða og hafa haldið haus eftir smá mótlæti í upphafi leiksins. Þá verður einnig að taka fram að varnarleikurinn hefur verið frábær og þeir Sigfús og Ásgeir verið hreint stórkostlegir í miðjublokkinni. 17.21 Ísland - Slóvakía 2-0 Leikurinn byrjar vel og Íslendingar hafa haldið markinu heinu fyrstu sex mínúturnar. Í sókninni eru frá vinstri: Guðjón Valur, Logi, Snorri Steinn, Einar, Alexander og Róbert á línunni. Það vakti athygli að Alfreð ákvað að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar á sóknar. Þeir Einar og Snorri fara út fyrir Sigfús og Ásgeir Örn. Alfreð stillti upp varnarleiknum samkvæmt 5-1 kerfinu, þar sem Guðjón Valur er fremstur og tekur úr vinstri skyttu Slóvaka en það gaf góða raun í fyrri hálfleik gegn Svíunum. Hreiðar Guðmundsson byrjaði í markinu og varði fyrstu þrjú skotin sem á hann komu, öll skotin voru glæsilega varin. 17.07 Nú er skammt til leiks og um að gera að senda strákunum jákvæða strauma, þeir þurfa á því að halda. Ólafur Stefánsson er ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla en hann verður vonandi kominn aftur í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum á morgun. Lið Íslands: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar Guðmundsson Aðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 4 Bjarni Fritzson 5 Sigfús Sigurðsson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón V. Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 18 Róbert Gunnarsson 19 Jaliesky Garcia 25 Hannes Jón Jónsson
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira