Handbolti

Ege meiddist í fagnaðarlátunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins.
Steinar Ege, markvörður norska landsliðsins. Nordic Photos / Bongarts

Steinar Ege var hetja Norðmanna í sigri þeirra á Dönum í kvöld en fór illa út úr fagnaðarlátunum sem brutust út í leikslok.

Samherjar stukku á hann í leikslok og við það meiddist Ege á hné. Eftir það sat hann grimmur á svipinn á gólfinu er hann hugað var að honum.

Hann sagði þó eftir leik að meiðslin væru ekki alvarleg, sem betur fer.

Danir gátu jafnað með skoti úr aukakasti þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Joachim Boldsen skaut að marki en Ege varði frá honum.

„Þetta var frábært. Ótrúlega gott að fá svona góða byrjun á mótinu," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×