Handbolti

Jafntefli í fyrsta leiknum á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússinn Alexey Kamanin reynir hér að stöðva Drasko Mrvaljevic frá Svartfjallalandi í leik liðanna í dag.
Rússinn Alexey Kamanin reynir hér að stöðva Drasko Mrvaljevic frá Svartfjallalandi í leik liðanna í dag. Nordic Photos / AFP

Rússland og Svartfjallaland gerðu jafntefli, 25-25, í fyrsta leiknum á EM en leikurinn var gríðarlega spennandi allt til síðustu sekúndu.

Svartfellingar byrjuðu betur í leiknum og komust snemma í 3-1 forystu og síðar 9-6 forystu. En Rússar skoruðu þá næstu þrjú mörkin í leiknum og var leikurinn í járnum eftir það.

Svartfellingar voru þó með undirtökin í leiknum lengst af og komust tvívegis í tveggja marka forystu en staðan í hálfleik var 16-15, Svartfjallalandi í vil.

Síðustu rúmu 20 mínúturnar var jafnt á öllum tölum en það var ekki fyrr en á 55. mínútu að Rússar náðu í fyrsta sinn forystu í leiknum, 24-23.

Þá skoruðu hins vegar Svartfellingar næstu tvö mörkin í leiknum og voru með pálmann í höndunum þar til Andrey Starikh jafnaði metin þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka.

Sannarlega óvænt úrslit í fyrsta leik mótsins og án efa mikil vonbrigði fyrir Rússa sem geta engu að síður þakkað fyrir stigið.

Hjá Rússum var Eduard Koksharov markahæstur með átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Konstantin Igrapulo kom næstur með fjögur mörk.

Alen Muratovic og Drasko Mrvaljevic skoruðu sjö mörk hver fyrir Svartfjallaland.

Goran Stojanovic varði þrettán skot í marki Svartfellinga en markverðir Rússa samtals ellefu skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×