Silfur Egils Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Það var nú maður sem kunni að fara með fé. Gróf bara draslið í jörðu og mörgum öldum síðar eru menn enn að leita. Græddur er geymdur eyrir segir einhversstaðar og það var speki sem Egill skildi. Meira að segja ég, sem þó er slugsi í fjármálafræðum, skil þennan málshátt mæta vel því þegar ég var lítil átti ég dýrindis sparibauk. Hann var eins og vörubíll í laginu og ég fór reglulega með hann í sparisjóðinn minn (sem nú er búið að kaupa og selja) og lét tæma hann. Allir þessir geymdu aurar kæmu sér vel núna þegar kreppudraugurinn vofir yfir. Nú þarf að seilast í varasjóðina, segja menn og virðast hafa gleymt því að það eru engir varasjóðir til. Íslendingar hafa aldrei kunnað að spara og fæstir liggja á feitum sjóðum eins og Egill. Sparibaukar, eins nytsamlegir og þeir eru, sjást aðeins í barnaherbergjum. Þeir fullorðnu taka bara yfirdrátt sem virðist ætla að koma þeim í koll núna. Í Egilssögu er sagt frá því að þegar Egill var orðinn gamall maður og blindur hafi hann beðið Grím mág sinn að ríða með sér til þings. Egil langaði að stríða lýðnum aðeins með því að dreifa silfrinu sínu yfir vellina og kasta því yfir mannfjöldann. Síðan ætlaði hann að sitja hjá og skemmta sér við að hlusta á lætin þegar gráðugir bændurnir bitust um auðinn og köstuðu sér á peningana. Ekki varð af þessu en eflaust hefði Egill glott við tönn rúmum 1000 árum síðar hefði hann fylgst með íslensku þjóðfélagi upp úr aldamótunum 2000 þar sem menn hreinlega veltust um vellina og hrifsuðu til sín góðærisbitana. Og nú þegar allt er farið fjandans til og allir silfursjóðir tæmdir eru fornleifafræðingar komnir á kaf í rústir Egils í Mosfellsdal. Mikið væri nú gott ef þeir fyndu silfrið því ef ég man rétt var um háa upphæð að ræða sem verðbólgan hefur engin áhrif haft á. Slíkur varasjóður kæmi sér aldeilis vel fyrir þjóðarbúið á þessum síðustu og verstu tímum. Hvernig ætli gengið á þessu sé annars núna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Það var nú maður sem kunni að fara með fé. Gróf bara draslið í jörðu og mörgum öldum síðar eru menn enn að leita. Græddur er geymdur eyrir segir einhversstaðar og það var speki sem Egill skildi. Meira að segja ég, sem þó er slugsi í fjármálafræðum, skil þennan málshátt mæta vel því þegar ég var lítil átti ég dýrindis sparibauk. Hann var eins og vörubíll í laginu og ég fór reglulega með hann í sparisjóðinn minn (sem nú er búið að kaupa og selja) og lét tæma hann. Allir þessir geymdu aurar kæmu sér vel núna þegar kreppudraugurinn vofir yfir. Nú þarf að seilast í varasjóðina, segja menn og virðast hafa gleymt því að það eru engir varasjóðir til. Íslendingar hafa aldrei kunnað að spara og fæstir liggja á feitum sjóðum eins og Egill. Sparibaukar, eins nytsamlegir og þeir eru, sjást aðeins í barnaherbergjum. Þeir fullorðnu taka bara yfirdrátt sem virðist ætla að koma þeim í koll núna. Í Egilssögu er sagt frá því að þegar Egill var orðinn gamall maður og blindur hafi hann beðið Grím mág sinn að ríða með sér til þings. Egil langaði að stríða lýðnum aðeins með því að dreifa silfrinu sínu yfir vellina og kasta því yfir mannfjöldann. Síðan ætlaði hann að sitja hjá og skemmta sér við að hlusta á lætin þegar gráðugir bændurnir bitust um auðinn og köstuðu sér á peningana. Ekki varð af þessu en eflaust hefði Egill glott við tönn rúmum 1000 árum síðar hefði hann fylgst með íslensku þjóðfélagi upp úr aldamótunum 2000 þar sem menn hreinlega veltust um vellina og hrifsuðu til sín góðærisbitana. Og nú þegar allt er farið fjandans til og allir silfursjóðir tæmdir eru fornleifafræðingar komnir á kaf í rústir Egils í Mosfellsdal. Mikið væri nú gott ef þeir fyndu silfrið því ef ég man rétt var um háa upphæð að ræða sem verðbólgan hefur engin áhrif haft á. Slíkur varasjóður kæmi sér aldeilis vel fyrir þjóðarbúið á þessum síðustu og verstu tímum. Hvernig ætli gengið á þessu sé annars núna?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun