Sport

Federer gistir á fimm stjörnu hóteli í Peking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roger Federer situr fyrir svörum á blaðamannafundi í Peking í dag.
Roger Federer situr fyrir svörum á blaðamannafundi í Peking í dag. Nordic Photos / AFP

Roger Federer hefur komið sér fyrir á fimm stjörnu hóteli í Peking en hann treystir sér ekki til að dvelja í ólympíuþorpinu þar í borg.

Federer hefur verið fremsti tenniskappi heims um árabil og einn þekktasti íþróttamaður heimsins. Hann segir að ef hann myndi dvelja í þorpinu með hinum íþróttamönnunum á leikunum gæti það haft slæm áhrif á undirbúning hans.

„Það eru svo margir íþróttamenn sem vilja láta taka mynd af sér með mér," sagði Federer á blaðamannafundi. „Ég hef ekkert á móti því. En á hverjum degi? Það er engin leið fyrir mig að forðast þetta og ekki góð leið til að undirbúa sig fyrir að vinna Ólympíugull."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×