Strákarnir okkar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2008 06:00 Það var sérstök stund að sitja í taugatrekktum hópi Íslendinga á írskum pöbb á Strikinu á föstudag og fylgjast með leiknum. Það virtist gefa hópnum ákveðna hugarfró að hér í Köben fengjum við að fylgjast með landsliðinu ná þessum æðislega árangri. Það var ekki síður stemmning að sjá kvöldfréttirnar hjá Dönunum þar sem talað var um „olympisk sensation" og sýnt viðtal við rífandi montinn forseta Íslands sem lýsti því yfir að ekki yrði unnið meira á Íslandi þann daginn, nú væri fest hjá þjóðinni. Mér fannst ég skynja skilning Dana á gleði forsetans enda kom fram að árangur Íslendinga væri helt fantastisk. Hérna þykjumst við þó jafnframt skynja að örli á öfund, að það sé kalt a toppnum, því vitaskuld hefur verið kannað hvar verði hægt að horfa á úrslitaleikinn. Og það var kurr í hópi Íslendinga þegar einhverjir fóru að halda því fram að Daninn ætlaði ekki að sjónvarpa leiknum, mögulega fengi handboltinn að víkja fyrir úrslitaleik i vatnapóló. En auðvitað er það vitleysa og einhver knæpa borgarinnar verður hertekin fyrir leikinn. Við rifjuðum það upp nokkrar konur þar sem við sátum yfir leiknum góða að við eigum flestar sammerkt að hafa verið skotnar í landsliðsmanni. Það er meira en handboltinn sem heillar. Ég man eftir því að hafa horft á leiki með pabba 10 ára og brosað með sjálfri mér þegar ég áttaði mig á þessu, enda lítil ástæða til að deila þessum kenndum með pabba gamla. Ætli það sé ekki hluti af þroskaferli hverrar íslenskrar konu að verða skotin í landsliðsmanni í handbolta. Aðrar íþróttir hafa ekki framkallað þjóðarhetjur eins og handboltaíþróttin. Handboltamenn hafa fengið sess sjómannsins, sem er hin rammíslenska karlmannshetja. Engir aðrir hafa komist nærri þeim þó reynt hafi verið að segja þjóðinni í góðærinu að hin íslenska glansmyndahetja væri bankamaðurinn, sem hefði innsýn, snerpu og hraða sem aðrir bankamenn heimsins ekki byggju yfir. En nú blasir sókn bankamanna ekki alveg við á meðan handboltaliðið heldur uppi heiðri þjóðarinnar. Spennan verður óbærileg en skemmtileg í dag og í öllu falli blasir við að tilefni til að fagna verður ærlegt fyrir íslenska helgargesti í Köben - áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun
Það var sérstök stund að sitja í taugatrekktum hópi Íslendinga á írskum pöbb á Strikinu á föstudag og fylgjast með leiknum. Það virtist gefa hópnum ákveðna hugarfró að hér í Köben fengjum við að fylgjast með landsliðinu ná þessum æðislega árangri. Það var ekki síður stemmning að sjá kvöldfréttirnar hjá Dönunum þar sem talað var um „olympisk sensation" og sýnt viðtal við rífandi montinn forseta Íslands sem lýsti því yfir að ekki yrði unnið meira á Íslandi þann daginn, nú væri fest hjá þjóðinni. Mér fannst ég skynja skilning Dana á gleði forsetans enda kom fram að árangur Íslendinga væri helt fantastisk. Hérna þykjumst við þó jafnframt skynja að örli á öfund, að það sé kalt a toppnum, því vitaskuld hefur verið kannað hvar verði hægt að horfa á úrslitaleikinn. Og það var kurr í hópi Íslendinga þegar einhverjir fóru að halda því fram að Daninn ætlaði ekki að sjónvarpa leiknum, mögulega fengi handboltinn að víkja fyrir úrslitaleik i vatnapóló. En auðvitað er það vitleysa og einhver knæpa borgarinnar verður hertekin fyrir leikinn. Við rifjuðum það upp nokkrar konur þar sem við sátum yfir leiknum góða að við eigum flestar sammerkt að hafa verið skotnar í landsliðsmanni. Það er meira en handboltinn sem heillar. Ég man eftir því að hafa horft á leiki með pabba 10 ára og brosað með sjálfri mér þegar ég áttaði mig á þessu, enda lítil ástæða til að deila þessum kenndum með pabba gamla. Ætli það sé ekki hluti af þroskaferli hverrar íslenskrar konu að verða skotin í landsliðsmanni í handbolta. Aðrar íþróttir hafa ekki framkallað þjóðarhetjur eins og handboltaíþróttin. Handboltamenn hafa fengið sess sjómannsins, sem er hin rammíslenska karlmannshetja. Engir aðrir hafa komist nærri þeim þó reynt hafi verið að segja þjóðinni í góðærinu að hin íslenska glansmyndahetja væri bankamaðurinn, sem hefði innsýn, snerpu og hraða sem aðrir bankamenn heimsins ekki byggju yfir. En nú blasir sókn bankamanna ekki alveg við á meðan handboltaliðið heldur uppi heiðri þjóðarinnar. Spennan verður óbærileg en skemmtileg í dag og í öllu falli blasir við að tilefni til að fagna verður ærlegt fyrir íslenska helgargesti í Köben - áfram Ísland!