Davíð frá, krónan út, og ríkisstjórnin fellur sev skrifar 14. október 2008 16:01 Gunnlaugur Guðmundsson. „Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Hann spáði því í kringum síðustu áramót að miklar breytingar væru framundan á íslensku þjóðfélagi. Gamla Ísland væri að deyja, og hið nýja að fæðast. Ríkið myndi á árinu þurfa að hlaupa undir bagga með bönkunum - nokkuð sem flestir töldu óhugsandi þá. „Í vetur munu pólitískar línur skerpast," segir Gunnlaugur um það ástand sem skapast þegar forgangsraða þarf þeim verkefnum sem nú eru fyrir höndum. Mikil átök muni koma upp um hvert veita skal því fé sem eftir er. „Ég held það muni leiða til þess að stjórnin springi í vetur eða vor," segir Gunnlaugur og reiknar með því að Ingibjörg Sólrún standi uppi með pálmann í höndunum. Davíð frá í nóvember?Gunnlaugur segir Davíð Oddson seðlabankastjóra að mörgu leiti táknmynd gamla Íslands. „Það er þó ekki hægt að afskrifa Davíð. Hann er steingeit og þær eru seigar," segir Gunnlaugur. Hann bætir við að þegar menn fari að spyrja sig hví fór sem fór, þá átti þeir sig á því að allt gerðist þetta á vakt Davíðs. „Það er ákveðin staða í hans korti núna um miðjan nóvember sem gefur til kynna miklar breytingar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann færi frá nú í nóvember," segir Gunnlaugur, sem telur að þetta hafi þegar verið ákveðið, en Davíði verði leyft að halda andlitinu. Fátt er svo með öllu illtMiklar breytingar eru í kortunum, en Gunnlaugur er þrátt fyrir allt bjartsýnn. „Hinn venjulegi maður þarf ekkert að hafa áhyggjur," segir Gunnlaugur. Hann bætir þó við að næstu ár geti þó orðið erfið fyrir suma. Einhverjir verði atvinnulausir og jafnvel gjaldþrota.Ástæðulaust sé þó að örvænta. Ástandið muni ala á samkennd í þjóðfélaginu og fólk muni leita meira inn á við og í félagsskap vina og ættingja. „Þjóðfélagið verður að mörgu leiti notalegra og mannlegra," segir Gunnlaugur. „Þessi góðærisár hafa verið köld og leiðinleg. Undanfarin ár höfum við verið of upptekin við að skipta um eldhúsinnréttingar og marmaraklæða baðherbergi til að sjá það sem mestu máli skiptir," segir Gunnlaugur. „Þegar ég horfi til baka finnst mér þessi krepputímabil oft hafa verið bestu tímabilin. Þegar maður finnur fyrir ótta þarf maður stuðning frá næsta manni. Fólk opnar hjartað og knúsar hvort annað. Þú færð enga sérstaka gleði af því að sitja inni á marmarabaðherbergi og skrúfa frá gullkrönunum." Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
„Ég held að við leggjum niður krónuna og göngum í Evrópusambandið. Ísland mun ganga til liðs við heiminn og nýtt fólk komast til valda," segir Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Hann spáði því í kringum síðustu áramót að miklar breytingar væru framundan á íslensku þjóðfélagi. Gamla Ísland væri að deyja, og hið nýja að fæðast. Ríkið myndi á árinu þurfa að hlaupa undir bagga með bönkunum - nokkuð sem flestir töldu óhugsandi þá. „Í vetur munu pólitískar línur skerpast," segir Gunnlaugur um það ástand sem skapast þegar forgangsraða þarf þeim verkefnum sem nú eru fyrir höndum. Mikil átök muni koma upp um hvert veita skal því fé sem eftir er. „Ég held það muni leiða til þess að stjórnin springi í vetur eða vor," segir Gunnlaugur og reiknar með því að Ingibjörg Sólrún standi uppi með pálmann í höndunum. Davíð frá í nóvember?Gunnlaugur segir Davíð Oddson seðlabankastjóra að mörgu leiti táknmynd gamla Íslands. „Það er þó ekki hægt að afskrifa Davíð. Hann er steingeit og þær eru seigar," segir Gunnlaugur. Hann bætir við að þegar menn fari að spyrja sig hví fór sem fór, þá átti þeir sig á því að allt gerðist þetta á vakt Davíðs. „Það er ákveðin staða í hans korti núna um miðjan nóvember sem gefur til kynna miklar breytingar. Það kæmi mér ekki á óvart að hann færi frá nú í nóvember," segir Gunnlaugur, sem telur að þetta hafi þegar verið ákveðið, en Davíði verði leyft að halda andlitinu. Fátt er svo með öllu illtMiklar breytingar eru í kortunum, en Gunnlaugur er þrátt fyrir allt bjartsýnn. „Hinn venjulegi maður þarf ekkert að hafa áhyggjur," segir Gunnlaugur. Hann bætir þó við að næstu ár geti þó orðið erfið fyrir suma. Einhverjir verði atvinnulausir og jafnvel gjaldþrota.Ástæðulaust sé þó að örvænta. Ástandið muni ala á samkennd í þjóðfélaginu og fólk muni leita meira inn á við og í félagsskap vina og ættingja. „Þjóðfélagið verður að mörgu leiti notalegra og mannlegra," segir Gunnlaugur. „Þessi góðærisár hafa verið köld og leiðinleg. Undanfarin ár höfum við verið of upptekin við að skipta um eldhúsinnréttingar og marmaraklæða baðherbergi til að sjá það sem mestu máli skiptir," segir Gunnlaugur. „Þegar ég horfi til baka finnst mér þessi krepputímabil oft hafa verið bestu tímabilin. Þegar maður finnur fyrir ótta þarf maður stuðning frá næsta manni. Fólk opnar hjartað og knúsar hvort annað. Þú færð enga sérstaka gleði af því að sitja inni á marmarabaðherbergi og skrúfa frá gullkrönunum."
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira