Handbolti

Birkir fer frá Lübbecke í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta.
Birkir Ívar Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta. Nordic Photos / AFP

Birkir Ívar Guðmundsson mun í sumar yfirgefa herbúðir þýska úrvalsdeildarliðsins Tus N-Lübbecke er samningur hans við félagið rennur út.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær en Birkir hefur verið á mála hjá félaginu undanfarin tvö tímabil.

„Birkir er góður atvinnumaður og hefur mjög jákvætt viðhorf til íþróttarinnar. Ég er handviss um að hann mun gefa allt sitt til loka tímabilsins," sagði Uwe Kölling, framkvæmdarstjóri félagsins á heimasíðu þess.

„Við þökkum Birki fyrir unnin störf og óskum honum alls hins besta fyrir framtíðina," sagði þjálfari liðsins, Zlatko Feric.

Óljóst er hvað tekur við í framhaldinu hjá Birki en svo gæti farið að hann haldi heim á leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×