Viðskipti erlent

Verð á hrísgrjónum í sögulegu hámarki

Verð á hrísgrjónum náði sögulegu hámarki í gær þegar hundrað pund kostuðu meira en 25 Bandaríkjadali, en hefur nú lækkað lítillega eftir að Taíland og Brasilía sögðust ekki mundu draga úr útflutningi. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að verðið hækkaði mikið í síðustu viku eftir að lönd á borð við Víetnam, Kína, Egyptaland og Indland drógu úr útflutningi til að tryggja sér birgðir og hefur haldist hátt í þessari viku.

Hveitiverð hefur hins vegar lækkað um tæp 8% í vikunni eftir rúmlega 62% hækkun undanfarið ár, vegna útlits fyrir að bændur muni auka framleiðslu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×