Viðskipti erlent

Olíuverð gæti farið í 200 dollara á tunnu, segir forseti OPEC

Alsíringurinn Chakib Khelil, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, varaði við því að olíuverð gæti farið upp í 200 dali á tunnu án þess að samtökin fái rönd við reist.

Khelil álítur að hækkun olíuverðs sé einkum um að kenna veikum Bandaríkjadal og óstöðugleika í alþjóðastjórnmálum fremur en skorti á framboði. Frá þessu er greint í hálffimmfréttum Kaupþings og bent á að sérfræðingar lesi það út úr orðum Khelils að Alsír og fleiri OPEC-ríki muni berjast gegn kröfum frá bandarískum og evrópskum stjórnvöldum um að samtökin auki framleiðsluna.

,,Verð á hráolíu fór í methæðir á mörkuðum í New York og Lundúnum fyrir helgi og nálgast nú 120 dollara markið eftir að verkfall starfsmanna í olíuhreinsistöðinni í Grangemouth í Skotlandi lamaði fullvinnslu á Norðursjávarolíu. Vaxandi spenna og verkföll í Nígeríu, stærsta olíuframleiðsluríki Afríku, hafa einnig haft sín áhrif á verðþróun á mörkuðum upp á síðkastið," segir enn fremur í hálffimmfréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×