Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 120 dollara tunnan

Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast nú óðfluga 120 dollara á tunnuna.

Ástæða þessa er meðal annars verkfall starfsmanna í þriðju stærstu olíuhreinsistöð Bretlandseyja sem staðsett er í Skotlandi. Einnig er verkfall skollið á hjá ExxonMobil í Nígeríu og uppreisnarmenn þar segjast hafa rofið fjórðu olíuleiðsluna þar á undanfarinni viku.

Verkfallið í Skotlandi mun standa í tvo daga en ekki er vitað hvenær starfsmenn ExxonMobil koma aftur til starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×