Viðskipti erlent

TV 2 leggur 205 stöðugildi niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki er víst hvort Jes Dorph Petersen, sjónvarpsmaður hjá TV2, heldur vinnunni.
Ekki er víst hvort Jes Dorph Petersen, sjónvarpsmaður hjá TV2, heldur vinnunni.
TV 2 leggur niður 205 stöðugildi af 1100. Um 140 missa vinnuna og þar af eru 56 starfsmenn af útvarpsstöðvunum. Útvarpssviði fyrirtækisins verður lokað þann 1. júlí næstkomandi, eftir því sem fram kemur í frétt Berlinske Tiderne.

„Það er ekki hægt að hagræða í rekstri með þessum hætti, án þess að eftir því sé tekið," segir Merete Eldrup, forstjóri TV2, en tekur fram að framlög til dagskrárgerðarinnar verði óbreytt.

Eldrup segir að það sé mjög sorglegt fyrir TV 2 að þurfa að segja upp 136 starfsmönnum. Hins vegar sé það óhjákvæmilegt því að TV 2 sé í erfiðri fjárhagsstöðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×