Krónan fellur um rúm þrjú prósent

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 3,39 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 182 stigum. Krónan hefur aldrei í íslenskri sögu verið veikari en í dag. Bandaríkjadalur kostar nú 94,7 krónur og hefur ekki verið dýrari síðan seint í apríl fyrir rúmum sex árum. Aðrir gjaldmiðlar hafa aldrei fyrr verið dýari.