Réttur smáþjóða Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 19. september 2008 05:00 Þjóðerni er að sögn sumra heimspekinga mikilvægt verðmæti, sem frjálshyggjumenn vanræki. En mættu ekki fleiri vanrækja það að ósekju? Skipta átti veldi Habsborgaranna í Mið-Evrópu upp eftir þjóðerni 1918. En þar sem fólk af ólíku þjóðerni bjó margt á sama svæði, var verkefnið óleysanlegt. Annað dæmi var Írland 1921. Mótmælendur voru í minni hluta í landinu öllu, en í meiri hluta í norðurhéruðunum. Bretar skiptu eyjunni upp og héldu norðurhéruðunum. Mér sýnast Rússar nú ætla að leika sama leik í Georgíu. Þeir styðja íbúa héraða, þar sem Ossetar og Abkasíumenn eru í meiri hluta, til að segja skilið við Georgíumenn. Þegar horft er til Balkanskaga, læðist raunar sú hugsun að, hvort íbúar þar ættu ekki að flýta sér að gleyma þjóðerni sínu. Í Bandaríkjunum búa innfluttir Serbar og Króatar saman í friði, af því að öll þeirra orka beinist að því að græða fé á frjálsum markaði. Á Balkanskaga berjast Serbar og Króatar blóðugri baráttu, af því að þeir muna þjóðerni sitt, og getur hvorug þjóðin hugsað sér að vera undir stjórn hinnar. Sumir heimspekingar kveða samkennd nauðsynlega. Þá flýgur mér í hug áhrifamikið atvik úr kvikmyndinni Kabarett, sem gerð er eftir Berlínarsögum Christophers Isherwoods. Söguhetjurnar eru staddar á veitingastað. Ungur, ljóshærður piltur stendur upp og tekur að syngja skærri röddu baráttusöng þjóðernisjafnaðarmanna, „Morgundagurinn er minn." Smám saman taka aðrir gestir undir, uns þeir syngja loks flestallir sönginn saman. Er slík samkennd blessun eða bölvun? Þó er til friðsamleg lausn á þeim vanda, sem stæk þjóðerniskennd síðustu aldar hefur valdið: atkvæðagreiðsla. Þetta gerðu Suður-Jótar eftir fyrri heimsstyrjöld. Í sumum héruðum vildi meirihlutinn sameinast Danmörku, í öðrum Þýskalandi. Var í meginatriðum farið eftir úrslitum. Annað dæmi um friðsamlega lausn var þegar Tékkar sættu sig við það að Slóvakar stofnuðu sjálfstætt ríki. Heimurinn er miklu betur kominn með fjölda smáríkja en nokkur stórveldi. Vonandi fá Tíbetbúar, Kúrdar, Ossetar, Abkasíumenn, Tsjetsjenar, Kasmírbúar og fleiri þjóðir, sem una sér illa undir oki voldugra granna, sjálfsforræði einn góðan veðurdag. Sem betur fer veiktist Rússaveldi snögglega 1991, svo að smáþjóðir á jaðri þess endurheimtu sjálfstæði sitt. Því má ekki heldur gleyma, að sum Evrópuríki eru ekki sjálfsprottin, heldur sköpuð með valdi. Bretónar og aðrar smáþjóðir í Frakklandi voru muldar undir miðstjórnina í París. Skotar á Bretlandi og Katalóníumenn og Baskar á Spáni hafa lítt notið sín í sambýli við fjölmennari þjóðir. En aðalatriðið er ekki, að nýr meiri hluti fái að kúga nýjan minni hluta, til dæmis Eistar rússneska minnihlutann í landi sínu, heldur að sjá svo um, að enginn kúgi neinn. Það er aðeins unnt með því að halda ríkisvaldi í skefjum, eins og frjálshyggjumenn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun
Þjóðerni er að sögn sumra heimspekinga mikilvægt verðmæti, sem frjálshyggjumenn vanræki. En mættu ekki fleiri vanrækja það að ósekju? Skipta átti veldi Habsborgaranna í Mið-Evrópu upp eftir þjóðerni 1918. En þar sem fólk af ólíku þjóðerni bjó margt á sama svæði, var verkefnið óleysanlegt. Annað dæmi var Írland 1921. Mótmælendur voru í minni hluta í landinu öllu, en í meiri hluta í norðurhéruðunum. Bretar skiptu eyjunni upp og héldu norðurhéruðunum. Mér sýnast Rússar nú ætla að leika sama leik í Georgíu. Þeir styðja íbúa héraða, þar sem Ossetar og Abkasíumenn eru í meiri hluta, til að segja skilið við Georgíumenn. Þegar horft er til Balkanskaga, læðist raunar sú hugsun að, hvort íbúar þar ættu ekki að flýta sér að gleyma þjóðerni sínu. Í Bandaríkjunum búa innfluttir Serbar og Króatar saman í friði, af því að öll þeirra orka beinist að því að græða fé á frjálsum markaði. Á Balkanskaga berjast Serbar og Króatar blóðugri baráttu, af því að þeir muna þjóðerni sitt, og getur hvorug þjóðin hugsað sér að vera undir stjórn hinnar. Sumir heimspekingar kveða samkennd nauðsynlega. Þá flýgur mér í hug áhrifamikið atvik úr kvikmyndinni Kabarett, sem gerð er eftir Berlínarsögum Christophers Isherwoods. Söguhetjurnar eru staddar á veitingastað. Ungur, ljóshærður piltur stendur upp og tekur að syngja skærri röddu baráttusöng þjóðernisjafnaðarmanna, „Morgundagurinn er minn." Smám saman taka aðrir gestir undir, uns þeir syngja loks flestallir sönginn saman. Er slík samkennd blessun eða bölvun? Þó er til friðsamleg lausn á þeim vanda, sem stæk þjóðerniskennd síðustu aldar hefur valdið: atkvæðagreiðsla. Þetta gerðu Suður-Jótar eftir fyrri heimsstyrjöld. Í sumum héruðum vildi meirihlutinn sameinast Danmörku, í öðrum Þýskalandi. Var í meginatriðum farið eftir úrslitum. Annað dæmi um friðsamlega lausn var þegar Tékkar sættu sig við það að Slóvakar stofnuðu sjálfstætt ríki. Heimurinn er miklu betur kominn með fjölda smáríkja en nokkur stórveldi. Vonandi fá Tíbetbúar, Kúrdar, Ossetar, Abkasíumenn, Tsjetsjenar, Kasmírbúar og fleiri þjóðir, sem una sér illa undir oki voldugra granna, sjálfsforræði einn góðan veðurdag. Sem betur fer veiktist Rússaveldi snögglega 1991, svo að smáþjóðir á jaðri þess endurheimtu sjálfstæði sitt. Því má ekki heldur gleyma, að sum Evrópuríki eru ekki sjálfsprottin, heldur sköpuð með valdi. Bretónar og aðrar smáþjóðir í Frakklandi voru muldar undir miðstjórnina í París. Skotar á Bretlandi og Katalóníumenn og Baskar á Spáni hafa lítt notið sín í sambýli við fjölmennari þjóðir. En aðalatriðið er ekki, að nýr meiri hluti fái að kúga nýjan minni hluta, til dæmis Eistar rússneska minnihlutann í landi sínu, heldur að sjá svo um, að enginn kúgi neinn. Það er aðeins unnt með því að halda ríkisvaldi í skefjum, eins og frjálshyggjumenn vilja.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun