Epal og Liborius saman í miðbæinn Annas Sigmundsson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Hildur Björgvinsdóttir Starfsmaður í nýju versluninni. Verslunin er bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum. fréttablaðið/gva Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira