Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen reiknar með 12 milljarða kr, hagnaði

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen í Danmörku reiknar með að hagnaður félagsins í ár muni nema um 12 milljörðum kr.  Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Þetta kemur fram í blaðinu Börsen í dag. Sjælsö hefur áður gefið út svipaða yfirlýsingu um hagnaðinn á árinu og stendur enn fast við spá sína þrátt fyrir að óróleikinn á fjármálamarkaðinum og lækkandi fasteignaverð hafi hægt á ákvarðanatöku hjá fjárfestum.

Í Börsen kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Sjælsö sé enn góð eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði og að félagið eigi von á að sú eftirspurn haldist áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×