Innlent

Kaupþing yfirtekur hugsanlega innanlandssvið Glitnis

Kaupþing hefur nú þegar hafið viðræður við Fjármálaeftirlitið um uppstokkun á Glitni og mun hugsanlega yfirtaka innanlandsviðskipti bankans.

Tekið er fram í tilkynningu Kaupþings um málið að viðræðurnar séu í samráði við stjórnvöld. Talið er líklegt að viðræðurnar muni snúast um yfirtöku Kaupþings á innanlandsviðskiptum Glitnis sem eru umtalsverð. Þau myndu bætast við viðskipti Kaupþings innanlands og við umsvif Sparisjóðs Mýrarsýslu, sem er einn stærsti sparisjóður landsins, og Kaupþing á nú að mestu. Þá stefnir í að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis renni inn í Kaupþing og hefur Samkeppniseftirlitið þegar samþykkt þá ráðstöfun með fyrirvara um samþykkii Fjármálaeftirlitsins, sem ekki liggur enn fyrir.

Það stefnir því allt í að Kaupþing verði risinn á bankamarkaðnum innanlands. Seðlabanki Svíþjóðar ákvað í morgun að lána Kaupþingi 75 milljarða íslenskra króna vegna starfssemi bankans þar í landi og fyrir nokkrum dögum lánaði íslenski seðlabankinn Kaupþingi 500 milljónir evra, með verði í hlutabréfum Kaumpþings í danska bankanum FIH.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×