Viðskipti erlent

Credit Suisse tapaði 2,1 milljörðum franka á fyrsta ársfjórðungi

Credit Suisse tapaði 153 milljörðum króna. Mynd/ AFP.
Credit Suisse tapaði 153 milljörðum króna. Mynd/ AFP.

Svissneski bankinn Credit Suisse hefur tilkynnt að tap bankans á fyrsta fjórðungi ársins hafi numið 2,1 milljörðum franka sem jafngildir 153 milljörðum króna. Tapið er enn ein afleiðing lausafjárkreppunnar og segja forráðamenn bankans að afskriftir hafi numið 5,3 milljörðum franka, einkum vegna slæmra aðstæðna á húsnæðismarkaði. Segja þeir jafnframt að þótt aðstæður séu hagstæðari á næstu mánuðum megi búast við enn frekari afskriftum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×