Stjörnuliðin í NBA klár 1. febrúar 2008 01:13 Chris Paul og David West hafa ástæðu til að brosa, enda á leið í sinn fyrsta stjörnuleik Nordic Photos / Getty Images Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Í nótt var tilkynnt hvaða leikmenn verða varamenn í stjörnuleiknum í NBA deildinni sem fram fer í New Orleans þann 17. febrúar. Áður var búið að tilkynna byrjunarliðsmennina og því er komið á hreint hverjir hljóta þann heiður að taka þátt í leiknum. Valið að þessu sinni var nokkuð tvísýnt, sérstaklega í Vesturdeildinni, þar sem margir sterkir leikmenn verða að sætta sig við að sitja heima á þessum stærsta einstaka viðburði ársins í NBA deildinni. Það eru stuðningsmennirnir sjálfir sem sjá um að velja byrjunarliðsmennina í kosningu á netinu, en þjálfarar í deildinni sjá um valið á varamönnunum. Í Austurdeildinni var þegar búið að velja þá Jason Kidd, Dwyane Wade, LeBron James, Kevin Garnett og Dwight Howard í byrjunarlið. Varamenn í Austurdeildinni verða þeir Chris Bosh frá Toronto, Joe Johnson frá Atlanta, Paul Pierce frá Boston, Caron Butler og Antawn Jamison frá Washington og Chauncey Billups og Richard Hamilton frá Detroit. Það sem helst ber til tíðinda af valinu á liði Austurdeildarinnar er að þar er enginn Shaquille O´Neal sem hafði verið valinn í stjörnulið 14 ár í röð. Aðeins Lakers-goðsögnin Jerry West og Karl Malone höfðu verið valdir svo oft í röð í stjörnulið á ferlinum. Enginn eiginlegur miðherji var á meðal varamanna í austurliðinu og segja má að Chris Bosh gegni því hlutverki. Sumir höfðu vonast eftir því að sjá Hedo Turkoglu frá Orlando í austurliðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara að þessu sinni. Sömu sögu var að segja um Ray Allen hjá Boston, Jose Calderon hjá Toronto, Michael Redd hjá Milwaukee og þá Vince Carter og Richard Jefferson hjá New Jersey svo einhverjir séu nefndir. Þröngt á þingi í VesturdeildinniTim Duncan er eini maðurinn úr þríeyki meistara San Antonio sem fær sæti í stjörnuliði VesturdeildarinnarNordicPhotos/GettyImagesValið á úrvalsliði Vesturdeildarinnar var öllu meiri höfðuverkur fyrir þjálfara, enda komu þar miklu fleiri leikmenn til greina í stjörnuleikinn.Byrjunarliðið í Vesturdeildinni er skipað þeim Allen Iverson, Kobe Bryant, Carmelo Anthony, Tim Duncan og Yao Ming.Varamennirnir sem valdir voru í nótt eru Steve Nash og Amare Stoudemire hjá Phoenix, Carlos Boozer frá Utah, Brandon Roy frá Portland sem valinn var í fyrsta sinn á ferlinum, Dirk Nowitzki frá Dallas og þeir Chris Paul og David West frá spútnikliði New Orleans.Það var því ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Manu Ginobili og Tony Parker frá San Antonio, Deron Williams frá Utah, Al Jefferson frá Minnesota, Josh Howard frá Dallas, Shawn Marion frá Phoenix og Baron Davis og Stephen Jackson frá Golden State. Allir þessir menn hafa átt frábær tímabil með liðum sínum og eru eflaust súrir yfir því að fá ekki að taka þátt.Þeir Chris Paul og David West frá New Orleans eru að taka þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og fer vel á því þar sem viðburðurinn verður haldinn á heimavelli þeirra í New Orleans. Einnig stefnir í það að þjálfari þeirra, Byron Scott, fái það hlutskipti að þjálfa vesturliðið og það er tryggt ef liðið vinnur einn leik í viðbót fram að stjörnuleiknum - eða ef Dallas tapar einum af þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir.
NBA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira