Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin tapaði tæplega 3,3 milljörðum kr.

Tryggingamiðstöðin tapaði tæplega 3,3 milljörðum kr. á fyrsta ársfjórðung ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður TM 886 milljónum kr.

Tapið skýrist að stórum hluta af tapi á fjárfestingum sem nam rúmlega 2,1 milljarði kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af fjárfestingum hjá TM upp á 1,9 milljarð kr.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að áfram verði unnið að því að bæta afkomu af vátryggingastarfsemi TM. Afkoma félagsins af fjárfestingastarfsemi skýrir mestan hluta neikvæðrar afkomu á fjórðungnum og endurspeglar hún þá þróun sem orðið hefur á hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði.

Markaðsáhætta félagsins hefur hins vegar verið minnkuð verulega á fjórðungnum bæði með niðurgreiðslu skulda og sölu hlutabréfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×