Viðskipti erlent

Siemens á kafi í spillingu

Þýski iðnaðarrisinn Siemens braut lög í mörgum löndum og eigin starfsreglur.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á spillingu innan fyrirtækisins. Rannsóknin náði til tímabilsins 1999 til 2006 og í ljós komu viðamiklar mútugreiðslur og peningaþvætti upp á tugi milljarða króna.

Lögbrotin voru meðal annara framin af æðstu stjórnendum Siemens sem komu á fót leynilegum sjóðum til að standa straum af spillingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×