Viðskipti erlent

Hagvöxtur 0,6% og vandi steðjar að Bandaríkjamönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
George Bush segir vanda steðja að Bandaríkjamönnum.
George Bush segir vanda steðja að Bandaríkjamönnum. Mynd/ AP

Hagvöxtur í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi 2008 var einungis 0,6%. Ástæðan er helst rakin til vandræða á fasteignamarkaði og lausafjárskorts. Hagvöxtur var hinn sami á þremur fyrstu mánuðum þessa árs og síðustu þremur mánðum síðasta árs. Þetta telst ekki fullnægja skilgreiningu hagfræðinga á samdrætti, því hagkerfið vex enn þótt vöxturinn sé lítill.

Margir höfðu spá því að verg landsframleiðsla myndi minnka enn meira, eða allt niður í 0,5% á fyrsta fjórðungi. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sagði fyrr í þessum mánuði að möguleiki væri á að samdráttur væri framundan.

Bush Bandaríkjaforseti sagði á þriðjudaginn að vandi steðjaði að Bandaríkjamönnum og að hann skyldi það að Bandaríkjamenn kviðu hærra gasverði, hærra fasteignaverði og öðrum efnahagsvanda.

AP fréttastofan greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×