Bankahólfið: Baldur flottur á því 30. apríl 2008 00:01 Baldur Guðnason Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira