Viðskipti erlent

Olíuverðið fór yfir 114 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu slær nú nýtt met á hverjum degi en það fór yfir 114 dollara tunnan á markaðinum í New York í gærkvöldi.

Það sem liggur að baki hækkuninni nú eru áhyggjur af birgðastöðunni í heiminum ásamt fregnum um að dregið hafi úr framleiðslu Rússlands á síðasta ári en það er í fyrsta skipti sem slíkt gerist í yfir áratug. Og sérfræðingar reikna með frekari hækkunum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×