Viðskipti erlent

Stærstu kornframleiðendurnir stöðva útflutning sinn

Matvælakreppan í heiminum versnaði að mun í vikunni eftir að stærstu kornframleiðendurnir ákváðu að stöðva útflutning sinn.

Stjórnvöld í Kazakhstan ákváðu að stöðva útflutning sinn á hveiti og verð á hrísgrjónum rauk upp í methæðir eftir að Indónesía bannaði bændum landsins að selja hrísgrjón sín erlendis.

Blaðið Financial Times nefnir annað dæmi um versnandi ástand á matvælamarkaði heimsins og það er að Japanir hafa í fyrsta sinn flutt inn erfðabreytt korn til landsins. Slíkt er ekki ólöglegt en hingað til hefur japanskur almenningur ekki mátt til þess hugsa að leggja sér slíkt til munns.

Samhliða ákvörðunum stjórnvalda í Kazakhstan og Indónesíu er búist við að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið með bann við útflutningi á korni. Slíkt bann er nú þegar í gildi í Kína, Víetnam, Egyptalandi, Kambódíu og Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×