Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson skrifar 18. nóvember 2008 05:00 Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir? Reipdrátturinn á milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samninga við Breta hefur verið augljós. Engu er líkara en hann skýri ýmis ómarkviss skilaboð stjórnvalda þar um. Mikilvægt er því að þau mál eru komin í eðlilegan farveg. Á sama tíma ráðgera bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu í janúar. Á fyrstu árum lýðveldisins var mótuð sú stefna að treysta stöðu Íslands með aðild að Atlantshafsbandalaginu. Á þeim tíma var það sterkasti pólitíski samstarfsvettvangur þeirra þjóða sem við stöndum næst. Sú aðild hafði gildi langt umfram varnarhagsmunina eina og sér. Inngangan í Fríverslunarsamtök Evrópu var ráðin um leið og útflutningshagsmunir sjávarútvegsins voru tryggðir. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu varð að veruleika þegar ríki Fríverslunasrsamtakanna ákváðu að taka boði um nánari samvinnu við Evrópusambandið. Lengst af var íslenska krónan einnig hluti af alþjóðlegu gjaldeyrissamstarfi eða tengd öðrum myntum. Á upphafsárunum hvíldi sókn og vörn fyrir utanríkisstefnuna að miklu leyti á Bjarna Benediktssyni. Hann skrifaði á einum stað að áhrif smáþjóða væru í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra. Íslendingar gengu stoltir til þessa samstarfs á sinni tíð. Við þóttumst hins vegar ekki vera stærri en við erum. Enginn verður meiri af því. Að baki bjuggu gildi festu og hógværðar ásamt vissu um að hagsmunum landsins væri best borgið í alþjóðlegu samstarfi við helstu viðskiptaríkin. Þetta raunsæismat að baki utanríkispólitíkinni fór að breytast um og eftir aldamót. Samskiptin við Bandaríkin voru stórlega löskuð með óraunhæfum og órökstuddum kröfum um varnarviðbúnað. Sú pólitík mistókst. Niðurstaðan er sú að þjóðin á ekki sama hauk í horni þar vestra sem fyrr. Upp úr þessu varð sú kenning ríkari í umræðunni að Ísland ætti að standa utan bandalaga og nýta sér mátt sinn og megin til þess að semja á bæði borð. Þetta gerðist án sérstakrar umræðu eða endurmats á hagsmunum. Sérstaða Íslands átti að margra áliti að vera slík að landið þyrfti ekki skjól í pólitísku samstarfi helstu viðskipta- og grannríkja. Í reynd var smám saman verið að breyta þeim viðhorfum og gildum sem í öndverðu voru grundvöllur utanríkisstefnunnar. Síðustu vikur eru vísbending um að þessi hugmyndafræði hafi ekki verið öruggasta leiðin til að verja hagsmuni Íslands í bráð og lengd. Þau viðhorf sem nú sýnast vera að ná fótfestu varðandi stöðu þjóðarinnar í aðlþjóðasamfélagnu eru í reynd merki um að við erum að færast nær þeim hagsmunasjónarmiðum og gildum sem í upphafi réðu ferðinni. Alþjóðasamfélagið hefur breyst. Þar sem Atlantshafsbandalagið var áður sterkasti pólitíski samstarfsvettvangurinn er Evrópusambandið nú. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn öxluðu í upphafi ábyrgð á utanríkisstefnunni. Eðli máls samkvæmt þarf hún að eiga djúpar pólitískar rætur. Fyrir þá sök væri fagnaðarefni ef sömu stjórnmálaöfl færðu Ísland inn í nýja framtíð í alþjóðasamtarfi á grundvelli sömu gilda og fyrrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun
Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir? Reipdrátturinn á milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samninga við Breta hefur verið augljós. Engu er líkara en hann skýri ýmis ómarkviss skilaboð stjórnvalda þar um. Mikilvægt er því að þau mál eru komin í eðlilegan farveg. Á sama tíma ráðgera bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu í janúar. Á fyrstu árum lýðveldisins var mótuð sú stefna að treysta stöðu Íslands með aðild að Atlantshafsbandalaginu. Á þeim tíma var það sterkasti pólitíski samstarfsvettvangur þeirra þjóða sem við stöndum næst. Sú aðild hafði gildi langt umfram varnarhagsmunina eina og sér. Inngangan í Fríverslunarsamtök Evrópu var ráðin um leið og útflutningshagsmunir sjávarútvegsins voru tryggðir. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu varð að veruleika þegar ríki Fríverslunasrsamtakanna ákváðu að taka boði um nánari samvinnu við Evrópusambandið. Lengst af var íslenska krónan einnig hluti af alþjóðlegu gjaldeyrissamstarfi eða tengd öðrum myntum. Á upphafsárunum hvíldi sókn og vörn fyrir utanríkisstefnuna að miklu leyti á Bjarna Benediktssyni. Hann skrifaði á einum stað að áhrif smáþjóða væru í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra. Íslendingar gengu stoltir til þessa samstarfs á sinni tíð. Við þóttumst hins vegar ekki vera stærri en við erum. Enginn verður meiri af því. Að baki bjuggu gildi festu og hógværðar ásamt vissu um að hagsmunum landsins væri best borgið í alþjóðlegu samstarfi við helstu viðskiptaríkin. Þetta raunsæismat að baki utanríkispólitíkinni fór að breytast um og eftir aldamót. Samskiptin við Bandaríkin voru stórlega löskuð með óraunhæfum og órökstuddum kröfum um varnarviðbúnað. Sú pólitík mistókst. Niðurstaðan er sú að þjóðin á ekki sama hauk í horni þar vestra sem fyrr. Upp úr þessu varð sú kenning ríkari í umræðunni að Ísland ætti að standa utan bandalaga og nýta sér mátt sinn og megin til þess að semja á bæði borð. Þetta gerðist án sérstakrar umræðu eða endurmats á hagsmunum. Sérstaða Íslands átti að margra áliti að vera slík að landið þyrfti ekki skjól í pólitísku samstarfi helstu viðskipta- og grannríkja. Í reynd var smám saman verið að breyta þeim viðhorfum og gildum sem í öndverðu voru grundvöllur utanríkisstefnunnar. Síðustu vikur eru vísbending um að þessi hugmyndafræði hafi ekki verið öruggasta leiðin til að verja hagsmuni Íslands í bráð og lengd. Þau viðhorf sem nú sýnast vera að ná fótfestu varðandi stöðu þjóðarinnar í aðlþjóðasamfélagnu eru í reynd merki um að við erum að færast nær þeim hagsmunasjónarmiðum og gildum sem í upphafi réðu ferðinni. Alþjóðasamfélagið hefur breyst. Þar sem Atlantshafsbandalagið var áður sterkasti pólitíski samstarfsvettvangurinn er Evrópusambandið nú. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn öxluðu í upphafi ábyrgð á utanríkisstefnunni. Eðli máls samkvæmt þarf hún að eiga djúpar pólitískar rætur. Fyrir þá sök væri fagnaðarefni ef sömu stjórnmálaöfl færðu Ísland inn í nýja framtíð í alþjóðasamtarfi á grundvelli sömu gilda og fyrrum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun